Eftirlitið staldrar við

Sig­ríður Á. And­er­sen

Við höf­um um ára­bil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evr­ópu­sam­band­inu sem Íslandi er gert að inn­leiða með ein­um eða öðrum hætti vegna EES-sam­starfs­ins. Sum­ar regln­anna falla ágæt­lega að ís­lensk­um veru­leika. Aðrar síður og sum­ar eru bein­lín­is frá­leit­ar í ís­lensk­um aðstæðum.

Þung­inn í þessu inn­leiðing­ar­ferli vex nú mjög ár frá ári. Fjöldi op­in­berra starfs­manna starfar ein­göngu við und­ir­bún­ing inn­leiðinga, við að þýða og staðfæra regl­ur. Marg­ar þess­ara reglna leggja ekki bara mikl­ar kvaðir á ís­lenskt at­vinnu­líf og neyt­end­ur held­ur einnig mjög mikl­ar skyld­ur á ís­lensk­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir sem ætlað er að fylgja þess­um kvöðum eft­ir. Óhætt er að full­yrða að í óefni sé komið á ýms­um sviðum.

Þess vegna var ánægju­legt að lesa frétt um það að nú er svo komið að jafn­vel emb­ætt­is­mönn­um, sem falið er ríkt hlut­verk sam­kvæmt mörg­um inn­leiðing­ar­regl­um, blöskr­ar.

Viðskiptaf­réttamiðill­inn Inn­herji á Vísi sagði frá því í vik­unni að seðlabanka­stjóri hefði í fé­lagi við koll­ega sína, stjórn­end­ur fjár­mála­eft­ir­lita á Norður­lönd­um, sent Evr­ópu­sam­band­inu bréf og biðlað til þess að ein­falda hinar mörgu og flóknu regl­ur sem þaðan streyma og varða fjár­mála­fyr­ir­tæki og verðbréfa­markaði. Hingað til hef­ur ESB lagt áherslu á eins­leitni reglna á svæðinu. Í bréf­inu er bent á að nú sé kom­inn tími til þess að færa fókus­inn frá eins­leitni og beina sjón­um einnig í átt að ein­föld­un reglna með meðal­hóf að leiðarljósi. Regl­ur á fjár­mála­markaði eigi að vera eins lítið íþyngj­andi og kost­ur er. Þetta sé hægt að gera án þess að kasta fyr­ir róða mark­miðinu um fjár­mála­stöðug­leika og neyt­enda­vernd. Það er mat þess­ara stjórn­enda nor­rænu fjár­mála­eft­ir­lit­anna að ein­fald­ari regl­ur styðji bet­ur við stöðug­leika og fjöl­breytni á fjár­mála­markaði. Þá viður­kenna þeir að ekki verði horft fram hjá vænt­ing­um bæði fyr­ir­tækja, neyt­enda og lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa um aðhald í rík­is­rekstri og kröfu um minni byrðar at­vinnu­lífs.

„Haka í box“-eft­ir­lit hef­ur auk­ist. Fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum eru ít­rekað kaf­færð með spurn­ingalist­um. Viðskipta­vin­un­um er ekki held­ur hlíft. Megnið af þess kon­ar eft­ir­liti er hrein sýnd­ar­mennska sem er bæði hvim­leitt að þurfa að taka þátt í og kost­ar fyr­ir­tæki og neyt­end­ur mikið. Það er því ánægju­legt að lesa í bréf­inu til ESB að stjórn­end­ur fjár­mála­eft­ir­lita Norður­landa vara við þess hátt­ar „haka í box“-eft­ir­liti sem dreg­ur ekki raun­veru­lega úr áhættu.

Bréf stjórn­enda fjár­mála­eft­ir­lits á Norður­lönd­um er heilt yfir ákall um skyn­semi í regl­um á þessu sviði. Miðflokk­ur­inn mun fylgja þessu máli eft­ir.

Höf­und­ur er lögmaður.