Ljósið hlaut Mennta- og velferðarviðurkenningu Miðflokksins

Á Landsþingi Miðflokksins sem haldið var 11. – 12. október sl. afhenti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Mennta- og velferðarviðurkenningu flokksins sem veitt er til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur fyrrverandi Alþingismann.

Í þetta sinn hlaut Ljósið viðurkenninguna fyrir einstakt starf við endurhæfingu og stuðning við krabbameinsgreinda, sem hafa átt erfitt í kjölfar veikinda og auðvelda þeim að aðlagast þjóðfélaginu á nýjan leik.

Á móti viðurkenningunni tóku Erna Magnúsdóttir framkvæmdastýra og Hákon Jónsson stjórnarmaður.