
OPNA MIÐFLOKKSMÓTIÐ 2025
Golfmót Miðflokksins fer fram föstudaginn 22. ágúst 2025 á golfvellinum Úthlíð í Biskupstungum. Mæting kl 13.
Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, ræsir mótið en ræst verður út á öllum teigum kl. 13:45.
Leiknar verða níu holur Texas Scramble.
Verðlaunaafhending og léttar veitingar í lokin. Allir eru velkomnir óháð forgjöf.
Hér gefst kjörið tækifæri til þess að slá kjörna fulltrúa út af laginu en umfram allt tækifæri til að teygja á sumrinu í góðum félagsskap.
Lokað hefur verið fyrir skráningu.



