Opinn fundur í Reykjanesbæ með Sigmundi og öðrum frambjóðendum


Sunnudaginn 24. nóvember hélt Miðflokkurinn opinn fund í Reykjanesbæ þar sem fjöldi gesta mætti til að hlusta á ræður og taka þátt í opnum umræðum áherslur flokksins fyrir Reykjanesið. Fundurinn var leiddur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, oddvita Norðausturkjördæmis og formanni Miðflokksins. Með honum á fundinum voru Karl Gauti Hjaltason, oddviti í Suðurkjördæmi, Heiðbrá Ólafsdóttir í 2. sæti, Ólafur Ísleifsson í 3. sæti og hinn ungi Sandgerðingu, Kristófer Máni Sigursveinsson, í 4. sæti.

Frá vinstri: Sigmundur Davíð, Ólafur Ísleifsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Kristófer Máni Sigursveinsson.

Fundurinn skapaði sterka stemningu fyrir kosningabaráttuna og var vettvangur fyrir fræðandi og hvetjandi umræður um málefni sem skipta íbúa Reykjanesskagans miklu máli. Sérstaklega var rætt um óstjórn í landamæramálum og þær áskoranir sem skapast þegar kerfið verður fyrir of miklu álagi. Lögð var áhersla á að Miðflokkurinn er langt frá því að vera á móti útlendingum og bent var á að margir íbúar á Reykjanesi séu af erlendum uppruna. Allir eru velkomnir til landsins ef þeir koma löglega, en nauðsynlegt er að tryggja skipulag og öryggi. Fjöldi hælisleitenda sem kemur hingað án heimildar hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir samfélagið, meðal annars vegna húsaskjóls og annarrar grunnþjónustu.

Miðflokkurinn vill stöðva þessa óstjórn, koma á betra skipulagi og tryggja ábyrgari stjórn á málaflokknum. Þetta mun gera okkur kleift að taka vel á móti þeim sem eru samþykktir, með raunverulegum úrræðum fyrir þá sem eru í neyð og þurfa á vernd að halda.

Hér á Íslandi ríkir velferð og velmegun, en þessi gæði koma ekki að sjálfu sér. Þau verða til þegar hver og einn leggur sitt af mörkum til að byggja gott samfélag, þar sem allir fá tækifæri til að blómstra undir skýrum reglum og ábyrgri stefnu. Stefna Miðflokksins setur Ísland í fyrsta sæti og vinna Miðflokksmenn að því að hér sé hægt að lifa áfram því góða lífi sem við höfum mótað.

Myndir