Leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er mjög mikilvægur þáttur í lýðræðislegum kosningum. Hún tryggir öllum kjósendum, óháð staðsetningu eða aðstæðum, rétt til að kjósa. Þetta er mikilvægt fyrir þá sem eru staddir erlendis, á sjúkrahúsum, í fangelsum eða á vinnuferðum. Með þessu fyrirkomulagi geta þeir sem ekki verða heima á kjördag tekið þátt í kosningum og haft áhrif á framtíð samfélagsins.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 7 nóvember. Leiðbeiningar um kjörstaði utan kjörfundar má finna hér á Ísland.is og geta kjósendur greitt atkvæði hjá sýslumönnum um land allt.
Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Holtagörðum, á 1. hæð:
• 7. nóvember – 17. nóvember: 10:00 – 18:00
• 18. nóvember – 29. nóvember: 10:00 – 22:00
• Kjördagur, 30. nóvember: 10:00 – 17:00
Þeir sem ekki geta sótt kjörfund á þeim kjörstað sem þeir eiga lögheimili, s.s. vegna dvalar erlendis, eru á sjúkrastofnunum, í vinnuferðum eða vegna náms í útlöndum, eru hvattir til að kjósa utan kjörfundar og gera það fyrr en seinna. Munið að taka gild persónuskilríki með.
Hér geta kjósendur athugað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá:
https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar
Utankjörfundarskrifstofa Miðflokksins er staðsett í Hamraborg 1, 3 hæð í Kópavogi. Umsjón hafa þau Una María Óskarsdóttir, Elínbjörg Ingólfsdóttir og Ingólfur Steingrímsson.
Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð, vinsamlegast hafið samband við utankjörfundarskrifstofu Miðflokksins:
atkvaedi@midflokkurinn.is | +354 555 4007