Mannréttindi
Miðflokkurinn telur að allir þegnar samfélagsins óháð kyni, stöðu eða öðrum þáttum séu jafnir. Miðflokkurinn lítur á jafnrétti sem mannréttindamál og hafnar því hvers konar mismunun.
Miðflokkurinn hafnar öfgafullri orðræðu um kyn og kynvitund. Flokkurinn gerir engar athugasemdir við hvernig einstaklingar upplifa sig en hafnar því að hugmyndir, tilfinningar, trú eða venjur þurfi að breytast að þeirra kröfum og hvetur til að orðræðan snúist um hvernig þessir einstaklingar fái lifað eðlilegu lífi í samfélaginu án þess að meirihluti þjóðarinnar þurfi að kasta sinni trú, venjum, tilfinningum eða skoðunum.
Flokkurinn hafnar því að skólar og aðrar stofnanir haldi að börnum áróðri um að þau geti orðið það „kyn“ sem þau kjósi. Hins vegar ber að styðja við þau börn og foreldra þeirra glími þau við kynáttunarvanda.
Kynfræðsla verði eingöngu á forræði menntaðra kennara eða heilbrigðisstarfsmanna eins og önnur fræðsla í skólum.