Löggæsla og dómsmál

Aukning skipulagðra glæpa og vísbendingar um aukna starfsemi erlendra afbrotahópa hérlendis kalla á öflug viðbrögð í löggæslu. Stórefla þarf því lögregluna og sérsveitina til að takast á við þessa ógn vegna fjölmargra nýrra áskorana og auka sýnileika lögreglunnar.

Meta þarf kosti og galla af Schengen samstarfinu með hagsmuni Íslands í öndvegi og taka upp virkt vegabréfaeftirlit, a.m.k. meðan tökum er náð á ástandinu. Netöryggi og persónuvernd þarf að tryggja og regluverk þar að lútandi þarf að vera skýrt.

Stytta skal biðtíma fanga eftir afplánun. Auka þarf úrræði eins og samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit til að auka möguleika fangelsisstofnana til að styðja fanga til betrunar. Leggja þarf aukna áherslu á eftirfylgni við fanga og fjölskyldur þeirra, fyrir, á meðan og eftir að afplánun er lokiðMiðflokkurinn vil sjá þróun í fangelsismálum til hærra hlutfalls opinna rýma í fangelsum til framtíðar. Þóknun vegna vinnu fanga taki mið af atvinnuleysisbótum.

Dómarar skulu ákvarða um reynslulausn, ekki fangelsismálastofnum og leitast skal við að vísa erlendum brotamönnum úr landi svo þeir fái afplánað refsingu sína í heimalandinu.