
Nanna Margrét í Þetta helst á RÚV
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, ræddi frumvarp sitt um endurnýjun ökuskírteina á RÚV 20. ágúst en hún leggur til að eldri ökumenn þurfi ekki að endurnýja ökuskírteini sín jafn ört og raunin er í dag.
Umsagnaraðilar eins og lögreglan, Félag eldri borgara og sýslumaður tóku undir meginefni frumvarpsins og að endurnýjanir væru of örar.
„Ég mun engu að síður leggja málið fram aftur á nýju þingi og vonandi er eitthvað að marka þann samstarfsvilja sem meirihlutinn boðar í haust“
Nanna Margrét lagði málið fram á liðnu þingi en meirihlutinn hleypti málinu ekki úr nefnd og inn í þingsal til umræðu og atkvæðagreiðslu.


