Sigmundur Davíð í kvöldfréttum Sýnar

„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi við fréttastofu Sýnar 20. ágúst um stöðu ríkisfjármálanna og sagði fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald lofa góðu. Vandinn væri þó sá að ríkisstjórnin hafi hingað til gengið þvert á öll loforð sín þegar kæmi að auknu aðhaldi í ríkisfjármálunum.

„Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara með einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“