Sjávarútvegsstefna

  • Miðflokkurinn styður beitingu aflamarkskerfis við stjórn fiskveiða á Íslandi með sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar og stöðugleika að leiðarljósi.
  • Miðflokkurinn telur mikilvægt að kveðið sé á um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá, þar með talið sjávarauðlindinni.

Stefnumið:

Miðflokkurinn vill að komið sé í veg fyrir fákeppni í sjávarútvegi með lögum. Litið verði þar til hámarksaflahlutdeildar einstakra útgerða og tengdra aðila í því samhengi.

Miðflokkurinn vill að veiðigjöld séu gagnsæ, einföld og að við útreikning þeirra sé gætt jafnræðis.

Aðgerðir:

  • Miðflokkurinn vill efla hafrannsóknir við Ísland og telur að aukin þekking á stærð fiskistofna, ástandi sjávar og lífríkis muni hámarka mögulega nýtingu fiskistofna. Þannig nyti þjóðarbúið aukinna tekna af sjálfbærri nýtingu fiskistofna í gegnum veiðigjaldið.
  • Sjálfstæðum rannsakendum öðrum en Hafrannsóknastofnun verði auðveldað að framkvæma sínar rannsóknir, byggðar á gögnum Hafrannsóknastofnunar.
  • Miðflokkurinn telur að tryggja megi betur öryggi sjófarenda.
  • Miðflokkurinn styður uppbyggingu fiskeldis á Íslandi. Mikilvægt er að regluverk vaxandi atvinnugreinar taki mið af aðstæðum og tryggi að umhverfið beri ekki skaða af.

Útfærslur:

  • Miðflokkurinn vill að þjónustuhöfnum fiskeldisfyrirtækja verði tryggðar tekjur í samræmi við umsvif fyrirtækjanna og að nærsamfélagið njóti góðs af.
  • Miðflokkurinn áréttar mikilvægi strandveiða fyrir byggðir landsins og að kerfið sé í stöðugri endurskoðun meðal annars til að tryggja sanngirni milli svæða.
  • Auka þarf viðveru björgunarþyrla víðar um landið til að tryggja öryggi sjófarenda.
  • Miðflokkurinn styður áframhaldandi hvalveiðar byggðar á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.