Meðferðar- og fíknimál

Miðflokkurinn vill að viðeigandi forvarnir og meðferðarúrræði séu tiltæk á öllum stigum fyrir alla aldurshópa og að viðeigandi eftirmeðferð og meðferðarúrræði skuli einnig vera tiltæk. Nauðsynlegt er að foreldrum barna í áhættuhópi standi til boða viðeigandi stuðningur og úrræði.

Gerðir verði nýir samningar til lengri tíma við SÁÁ þar sem m.a. verði horft til þess mikla fjölda sem samtökin sinna og horft til raunkostnaðar við hvern einstakling. Einstaklingum sem hljóta refsivistardóma vegna afbrota sem sannarlega eru neyslutengd skal bjóðast lokað meðferðarúrræði í stað refsivistar.

Ólögráða einstaklingum standi lokuð meðferðarúrræði til boða.

Að sakavottorð verði hreinsuð af minni brotum sem tengjast neyslu.

Að opinberar sektir geti verið felldar niður skilorðsbundið.

Einstaklingar fái ráðgjöf og viðeigandi stuðning til allt að fimm ára að lokinni meðferð. Endurskoða þarf úrræðakerfi barna í vanda þar sem eitt meðferðarúrræði hentar ekki öllum. Fjölga þarf úrræðum til að mæta fjölþættum vanda einstaklinga og auðvelda fólki að sækja úrræði erlendis meðan ekki eru lausnir í boði hérlendis.

Bæta þarf vinnuumhverfi og öryggi starfsfólks á meðferðarstofnunum.