Íþróttastefna
- Miðflokkurinn vill að öllum sé gert kleift að stunda íþróttir óháð efnahag.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á að ríki og sveitarfélög styðji vel við skipulagða starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo hún geti betur gegnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki.
Stefnumið:
Heilsueflandi forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna.
Aðgerðir:
- Ráðist verði í uppbyggingu þjóðarleikvangs og þjóðarhallar sem byggist á sjálfbærum rekstri.
- Settur verði á stofn sérstakur ferðasjóður unglingalandsliða til að styðja við keppnisferðir unglingalandsliða okkar og íþróttahópa svo Íslendingar eigi afreksíþróttafólk og landslið í fremstu röð.
- Ráðist verði í beinan fjárhagslegan stuðning við afreksíþróttafólk með stofnun á Launasjóði afreksíþróttamanna.
Útfærslur:
- Ferðasjóður íþróttahreyfingarinnar verði efldur.
- Íþróttafélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við nýbyggingu, endurbyggingu og viðhaldi íþróttamannvirkja.
- Miðflokkurinn hvetur íþróttafélög til að stofna deildir um rafíþróttir og rafleiki með tilheyrandi líkamsþjálfun iðkenda og almennu félagsstarfi.