Rík­is­stjórn­in get­ur skakklapp­ast í rúmt ár

VG fái mannréttindastofnun en kyngi rest


Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skaut föstum skotum á ríkisstjórnina.
 

„Þingið sem senn verður slitið hef­ur fyr­ir margra hluta sak­ir verið sér­stakt. Enn á það mögu­leika á að verða bara næst und­ar­leg­asta þingið á líf­tíma þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, en það er fjarri því ör­uggt að það taki ekki topp­sætið.“

Þetta sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi í kvöld.

Bergþór skaut föst­um skot­um á stjórn­ar­flokk­ana. Hann sagði það hljóta að gleðja þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins að kjamsa á nýrri mann­rétt­inda­stofn­un sem bæt­ist við all­ar stofn­an­irn­ar sem þegar eru til staðar. Auk þess hljóta ófjár­mögnuð lista­manna­laun og Þjóðarópera að hafa glatt þing­flokk­inn.

Rík­is­stjórn­in get­ur skakklapp­ast í rúmt ár

„Vinstri græn­ir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný út­lend­inga­lög, sem eru til bóta þó enn sé of skammt gengið. Breyt­ing á lög­reglu­lög­um er þeim ef­laust mjúk­ur biti und­ir tönn, enda úti­lokað fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að sjá það mál ekki klár­ast, það væri bein­lín­is niður­lægj­andi yrði það niðurstaðan,“ sagði Bergþór. En þar sem Vinstri græn fái mann­rétt­inda­stofn­un­ina kyngi þau rest.

Hann sagði Fram­sókn­ar­flokk­inn halda áfram bar­átt­unni við sjálf­an sig og virðist meiri­hluti lyk­ilfrum­varpa flokks­ins ekki full­fjár­mögnuð. Ætl­un­in sé að senda vanda­mál­in á næstu rík­is­stjórn sem fái að út­skýra til dæm­is fyr­ir óperu­unn­end­um að þing­mannakór­inn verði að syngja í nýju Þjóðaróper­unni vegna fjár­skorts.

„Þessi rík­is­stjórn get­ur skakklapp­ast áfram í eitt ár og hundrað daga til ef hún reyn­ir á allt sem hún get­ur, en það er auðvitað alltaf hætta á því, en sjá­um til,“ sagði Bergþór að lok­um.