Hildur Sverrisdóttir og Mannréttindastofnun VG

Hildur Sverrisdóttir og Mannréttindastofnun VG

Laugardagur, 20. júlí 2024
 
Eng­inn dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur lagt til við Alþingi að stofna sér­staka Mann­rétt­inda­stofn­un. Auðvitað ekki.
 

Marg­ur Sjálf­stæðismaður­inn hlýt­ur að vera far­inn að klóra sér í koll­in­um yfir greina­flokki Hild­ar Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, til stuðnings Mann­rétt­inda­stofn­un VG – nýrri rík­is­stofn­un sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kom á lagg­irn­ar að kröfu VG, um­fram skyldu sam­kvæmt samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks. Henni virðist líka mikið í mun að heim­færa ábyrgð þess máls á þing­flokk Miðflokks­ins og er mér því bæði ljúft og skylt raun­ar að svara, enn á ný.

En í nýj­ustu grein­inni í greina­flokki Hild­ar til stuðnings Mann­rétt­inda­stofn­un VG full­yrðir hún að samn­ing­ur­inn kveði á um skyldu til að stofna nýja stofn­un – það komi fram með óyggj­andi hætti í 33. gr. samn­ings­ins. Hún sak­ar mig sömu­leiðis um að af­vega­leiða umræðuna með því að hafa sleppt þeim orðum grein­ar­inn­ar þar sem það komi fram. Það er auðvitað ekki svo og við skul­um skoða orðin 53 sem ég lét liggja vegna pláss­leys­is:

„… When designating or esta­blis­hing such a mechan­ism, States Parties shall take into account the princip­les relat­ing to the status and functi­on­ing of nati­onal instituti­ons for protecti­on and promoti­on of hum­an rights. 3. Civil society, in particul­ar per­sons with disa­bilities and their representati­ve org­an­izati­ons, shall be in­volved and participa­te fully in the monitor­ing process.“

Hér má glögg­lega sjá að hvergi er gerð ófrá­víkj­an­leg krafa um nýja stofn­un til að lög­festa megi samn­ing­inn eða tryggja að hon­um sé fram­fylgt. Ríkj­un­um er ein­mitt ætlað að finna þess­um verk­efn­um viðeig­andi stað í sínu stjórn­kerfi – eðli­lega.

Dóms­málaráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fóru lengi vel með mál­efni mann­rétt­inda í tíð rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri-grænna hafa verið sömu skoðunar og Miðflokk­ur­inn. Eng­inn þeirra hef­ur lagt til við Alþingi að stofna sér­staka Mann­rétt­inda­stofn­un. Auðvitað ekki. Það var ekki fyrr en Vinstri-græn­ir hrifsuðu til sín mála­flokk­inn og mann­rétt­inda­mál voru færð und­ir for­sæt­is­ráðuneytið í tíð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur að hreyf­ing komst á málið. „Ég vildi ekki búa til nýja stofn­un,“ sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, í hlaðvarps­viðtali á dög­un­um spurð út í þetta mál en hún gerði sér far um að tryggja að málið yrði ekki á þing­mála­skrá henn­ar.

Það er ekki fyrr en VG kemst með klærn­ar í málið og keyr­ir viðstöðulaust á stækk­un bákns­ins að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bogn­ar í vinstri­gol­unni og Mann­rétt­inda­stofn­un VG verður að veru­leika.

Og þrátt fyr­ir að þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og stöku þing­menn reyni að teikna upp þá mynd að Miðflokk­ur­inn hafi á fyrri stig­um samþykkt nýja stofn­un um mann­rétt­indi á Íslandi til að beina kast­ljós­inu frá þeirra eig­in gjörðum þá er það ekki rétt.

Miðflokk­ur­inn samþykkti á sín­um tíma þings­álykt­un sem kvað á um vilja Alþing­is til að lög­festa samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks – Miðflokk­ur­inn samþykkti ekki að stofna nýja Mann­rétt­inda­stofn­un enda er þetta ekki sami hlut­ur­inn. Verk­efn­um samn­ings­ins má koma fyr­ir inn­an stjórn­kerf­is­ins hér á landi eins og lesa má um í téðum samn­ingi og önn­ur lönd hafa gert. Þannig hefði verið hægt með hagræðingu og skyn­semi að tryggja vernd mann­rétt­inda fatlaðs fólks á Íslandi án nýrr­ar stofn­un­ar.

Þetta er ekki flókið og ég vona að þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins slíðri sverðið sem hún vel­ur ít­rekað að reiða til höggs fyr­ir VG og leita aft­ur í ein­kunn­ar­orð flokks síns sem hafa um ára­bil verið eitt­hvað á þessa leið: Báknið burt!

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins.