Enginn niðurskurður? Í alvöru?

Enginn niðurskurður? Í alvöru?

Mánudagur, 9. september 2024

Bergþór Ólason

Fjár­málaráðherra, sem mun kynna fyrsta fjár­laga­frum­varp sitt á morg­un, sagði í viðtali á RÚV á föstu­dag að hvorki væri að vænta skatta­hækk­ana né niður­skurðar í vænt­an­legu fjár­laga­frum­varpi.

Það er já­kvætt að eng­ar bein­ar skatta­hækk­an­ir séu áformaðar í fjár­lög­um eða svo­kölluðum bandormi, sem tek­ur á tekju­hlið rík­is­ins, en ör­uggt má telja að krónu­tölu­gjöld muni hækka, spurn­ing­in er bara um hversu mikið það verður þetta árið, enda er rík­is­sjóður bú­inn að taka sér það hlut­verk að leiða ár­leg­ar hækk­an­ir á gjald­skrám, enda hvers vegna ættu aðrir að halda aft­ur af sér ef rík­is­sjóður ger­ir það ekki?

Prinsipp-ákvörðun um að hækka ekki krónu­tölu­gjöld, held­ur sýna þess í stað aðhald í rekstri rík­is­sjóðs, hef­ur því miður ekki verið tek­in síðan í tíð rík­is­stjórn­ar Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar.

Ég hef ít­rekað sagt að mér þyki Seðlabank­inn hafa verið held­ur einmana í slagn­um við verðbólg­una und­an­far­in miss­eri.

Nú mæt­ir fjár­málaráðherra, eft­ir ára­langa for­dæma­lausa aukn­ingu rík­is­út­gjalda, og til­kynn­ir að ekki sé þörf á nein­um niður­skurði. Er það nú trú­verðugt inn­legg í verðbólguslag­inn?

Þetta ger­ist á sama tíma og Reykja­vík­ur­borg, und­ir for­ystu borg­ar­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins, leggst gegn því að svo­kölluðum vaxta­mörk­um höfuðborg­ar­svæðis­ins verði breytt, þannig að verðþrýst­ing­ur sem skap­ast af viðvar­andi lóðaskorti minnki frá því sem nú er og verið hef­ur. Á tungu­máli Borg­ar­línu­kirkj­unn­ar er nauðsyn­legt að upp­færa skipu­lags­mörk­in, þó ekki væri til ann­ars en að auðvelda slag­inn við verðbólg­una. Það þarf að byggja meira!

Fyr­ir­tæki og heim­ili hafa nú búið við 9,25% meg­in­vexti Seðlabank­ans í rúmt ár. Svar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þegar hún er spurð hvað ætlið þið að leggja til mál­anna? Jú, eng­inn niður­skurður!

Varnaðarorð fjár­málaráðs í um­sögn við gild­andi fjár­mála­áætl­un, sem var samþykkt í lok júní, eru þeirr­ar gerðar að ég hrein­lega trúði því ekki þegar fjár­málaráðherra til­kynnti að eng­an niður­skurð væri að finna í fjár­laga­frum­varpi vik­unn­ar.

Fjár­málaráðherra benti rétti­lega á að „Minna aðhald [væri] í rík­is­rekstri hér en í sam­an­b­urðarlönd­um,“ og hélt áfram og sagði „Fjár­hags­leg af­koma hins op­in­bera er veik, ekki síst vegna mik­ils út­gjalda­vaxt­ar und­an­far­in ár,“ og að „út­gjalda­vöxt­ur síðustu ára er ósjálf­bær“.

Er ekki rétt að við hætt­um að plata okk­ur sjálf, eða öllu held­ur að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hætti að plata sig sjálfa á kostnað skatt­greiðenda.

Hver mánuður sem rík­is­stjórn­in heyk­ist á að taka til í eig­in út­gjald­ar­anni frest­ar því að verðbólgu­vænt­ing­ar lækki, sem tef­ur ákvörðun Seðlabank­ans um að lækka meg­in­vexti, sem áfram legg­ur þung­ar byrðar á fyr­ir­tæki og heim­ili í land­inu.

Þessu verður að linna. Það er komið nóg af stjórn­laus­um rík­is­út­gjöld­um.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is