Bókun 35 – upplýsingum haldið frá þingmönnum

Bókun 35 – upplýsingum haldið frá þingmönnum

Mánudagur, 7. október 2024
 

Helsta og að því er virðist eina áherslu­atriði Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á þessu lokaþingi kjör­tíma­bils­ins virðist vera að koma bók­un 35 í gegn. Þing­flokk­ur­inn fylg­ir svo í humátt á eft­ir.

Til upp­rifj­un­ar geng­ur inn­leiðing bók­un­ar 35 út á að festa í sessi að ef regla sem Alþingi set­ur reyn­ist ósam­rýman­leg reglu sem Alþingi inn­leiðir á grund­velli EES-samn­ings­ins skuli sú frá Evr­ópu gilda.

Verður þá vikið til hliðar regl­um ís­lensks rétt­ar eins og að yngri lög gangi fram­ar eldri, að sér­lög gangi fram­ar al­menn­um lög­um og svo mætti áfram telja. Stimp­ill­inn frá Evr­ópu skal trompa annað, stang­ist laga­regl­ur á.

Marg­ir hafa spurt: hvers vegna er þessi of­uráhersla á að inn­leiða bók­un 35 með þeim hætti sem ut­an­rík­is­ráðherra legg­ur nú til? Haf­andi í huga að eng­ar at­huga­semd­ir voru gerðar, frá til þess bær­um aðilum, nær all­an tím­ann sem Ísland hef­ur verið aðili að EES-samn­ingn­um. Enn áleitn­ari verður sú spurn­ing þegar fyr­ir ligg­ur að fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, tók til varna fyr­ir Ísland á síðasta kjör­tíma­bili og sendi ein þrjú bréf til ESA (eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA) þess efn­is. Þar var nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sagt full­nægj­andi, enda ljóst að EES-samn­ing­ur­inn hefði aldrei verið samþykkt­ur á sín­um tíma hefði kröf­unni um inn­leiðingu bók­un­ar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.

Það eru sem sagt til þrjú bréf sem ut­an­rík­is­ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins sendi eft­ir­lits­stofn­un EFTA á síðasta kjör­tíma­bili þar sem þess­um kröf­um var mót­mælt og ekki tal­in ástæða til breyt­inga frá því fyr­ir­komu­lagi sem viðhaft hef­ur verið frá upp­hafi.

En nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, neit­ar að af­henda þessi bréf til þing­manna. Und­ir­ritaður hef­ur óskað eft­ir þeim en fengið skrif­lega neit­un. Þing­menn eiga ekki að fá að sjá varn­ir og sjón­ar­mið Íslands á liðnu kjör­tíma­bili.

Það stenst auðvitað enga skoðun að bréf­in séu háð trúnaði, enda er ráðherr­ann búin að fella all­ar varn­ir Íslands í mál­inu nú þegar.

Eng­ar skýr­ing­ar hafa feng­ist á þess­um felu­leik ráðherr­ans gagn­vart Alþingi. Hún kýs að halda kjarna­gögn­um leynd­um í mál­inu – gögn­um sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að inn­leiða bók­un 35.

Vill ráðherr­ann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þing­mál sitt?

Þing­flokk­ur Miðflokks­ins mun ekki láta á sér standa í umræðum um bók­un 35 á Alþingi. Við stönd­um með hags­mun­um Íslands, nú sem fyrr.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is