Miðflokkurinn býður fram M lista við sveitarstjórnarkosningar í Grindavík 2018.
Smellið á facebook síðu M listans í Grindavík til að fá nánari upplýsingar um stefnumál, áherslur og frambjóðendur.

Miðflokkurinn í Grindavík leggur áherslu á eftirfarandi stefnumál:

 • Við ætlum að hefja byggingu á fjölbýli sem telur allt að 20 íbúðum ásamt sameiginlegu félagshúsnæði fyrir eldri borgara í góðu samstarfi við Öldungaráð Grindavíkurbæjar. Fyrirhuguð staðsetning er við Víðihlíð.
 • Þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma í Víðihlíð og ætlum við að hefja vinnu í samráði við Velferðarráðuneytið að fjölgun þeirra.
 • Við ætlum að betrumbæta ýmsa ferla tengdum eldri borgurum, s.s. fasteignagjalda viðmiðin, húsaleiguna, heimaþjónustuna, félagsstarfið, slætti á sumrin og mögulegan hreystigarð sem mun nýtast flestum bæjarbúum.
 • Við ætlum að fjölga félagslegum íbúðum á kjörtímabilinu. Í húsaleigusamningunum ætlum við að vera með stýringu á því ef aðstæður breytast hjá viðkomandi aðila/aðilum að þá gæti tilfærsla í aðra félagslega íbúð þurft að eiga sér stað.
 • Við ætlum að ráða ferðamálafulltrúa sem staðsettur verður í Kvikunni. Við teljum það vera ranga hugsun að selja Kvikuna, við viljum virkja hana. Ferðamálin er starfsemi sem hefur vaxið hvað hraðast á Íslandi undanfarin ár.  Ferðamálafulltrúi þarf að vera í góðu samstarfi við Grindavík experience og aðra ferðaþjónustuaðila.
 • Dagvistunarmál/leikskólamál. Flóknasti þátturinn að leysa í samfélaginu okkar í dag og virðist það snúast aðallega að mönnun vegna lélegra launa. Við viljum leysa þessi mál og samkeppnishæfnina á milli leikskóla/dagvistunar við grunnskóla okkar. Við viljum koma á fót ungbarnaleikskóla sem tekur við börnum frá 12 mánaða aldri og viljum við nýta húsnæðið sem bærinn hefur fest kaup á við Gerðavelli þar til nýjar stofur við leikskólann Krók verða tilbúnar til notkunar.  Munum við beita þrýstingi á okkar alþingismenn á að lengja fæðingarorlof uppí 12 mánuði.
 • Við ætlum að ganga frá svæðinu við Hópið og klára það verk sem hefur verið á undanþágu frá því Hópið var byggt. Grindavíkurbær gerir kröfur til íbúa hér með frágang lóða og getur ekki horft framhjá sjálfum sér í þeim efnum.
 • Sundlaug Grindavíkur ætlum við að betrumbæta. Það er löngu tímabært að breyta sundlauginni okkar fyrir okkur sjálf og aðra sem vilja nýta sér þjónustuna.
 • Við ætlum að endurskoða ýmsa ferla hjá stjórnsýslunni. Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru þjónustuaðilar okkar íbúana en ekki öfugt.
 • Það þarf að huga að stækkun Hópsskóla og erum við einnig tilbúin til að ræða lækkun á matarkostnaði barna okkar í grunnskólum okkar.
 • Við viljum tryggja aukið framboð af húsnæði undir 100fm að stærð. Mikil vöntun er á íbúðum af þessari stærð og er erfitt fyrir ungt fólk að ráðast í fjárfestingar á eignum sem eru komnar í 30 milljónir og yfir.  Þurfum við að bregðast við þessum skorti til að geta boðið okkar fólki uppá að búa hér í stað þess að flytjast á brott vegna íbúðaskorts.

Kosningaskrifstofa Miðflokksins í Grindavík:

Víkurbraut 46
Sími: 865-2900
Netfang: gunnar.gunnarsson@sjova.is
facebook síða M listans í Grindavík

Framboðslisti Miðflokksins í Grindavík er þannig skipaður:

Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir 1. sæti

Gunnar Már Gunnarsson 2. sæti

Unnar Magnússon 3. sæti

Páll Gíslason 4. sæti

Auður Arna Guðfinnsdóttir 5. sæti

Magnús Már Jakobsson 6. sæti

Gerða Hammer 7. sæti

Ásta Agnes Jóhannesdóttir 8. sæti

1 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir Skrifstofustjóri
2 Gunnar Már Gunnarsson Umboðsmaður Sjóvá
3 Unnar Magnússon Vélsmiður
4 Páll Gíslason Verktaki
5 Auður Arna Guðfinnsdóttir Verkakona
6 Magnús Már Jakobsson Formaður Verkal.fél. Grindavíkur
7 Gerða Hammer Stuðningsfulltrúi í Hópsskóla
8 Ásta Agnes Jóhannesdóttir Stöðvastjóri hjá Orf líftækni