Miðflokkurinn býður fram M lista við sveitarstjórnarkosningar í Garðabæ 2018.
Smellið á facebook síðu M listans í Garðabæ til að fá nánari upplýsingar um stefnumál, áherslur og frambjóðendur.

Á tímum sem ólga af samfélagsbreytingum er skynsemisstefnan sérstaklega mikilvæg. Stefna sem byggir á að greina úrlausnarefni samfélagsins, leita bestu og skynsamlegustu lausnanna og taka ákvörðun byggða á rökum. Þetta er stefna Miðflokksins.

  • Miðflokkurinn ætlar að nútímavæða stjórnsýsluna, auka öryggi íbúa og lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu.
  • Miðflokkurinn ætlar að aðstoða yngri og efnaminni við að koma á fót húsnæðisfélagi til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði.
  • Miðflokkurinn styður ekki núverandi áform um borgarlínu. Miðflokkurinn ætlar að veita bæjarbúum yngri en 18 ára og eldri en 67 ára frítt í Strætó.
  • Miðflokkurinn ætlar að stuðla að bættum möguleikum fjölskyldna til að ná endum saman samhliða svigrúmi til fjölgunar samverustunda.
  • Miðflokkurinn ætlar að stuðla að geðheilbrigði með greiðara aðgengi barna og unglinga að geðrækt til að sporna við óhóflegri notkun geðlyfja.
  • Miðflokkurinn stefnir á að allur matur skólanna verði eldaður frá grunni í bænum.
  • Miðflokkurinn ætlar að endurskoða styrki til íþróttastarfs með jafnrétti og jafnræði að leiðarljósi og koma á systkinaafslætti í tómstunda og íþróttastarfi.
  • Miðflokkurinn ætlar að bjóða upp á miðlæga þjónustu fyrir eldri borgara og atvinnutækifæri innan bæjarmarkanna.
  • Miðflokkurinn ætlar að kanna til hlýtar möguleikann á nýju hátæknisjúkrahúsi við Vífilsstaði.
  • Miðflokkurinn ætlar að gera Garðabæ að umhverfisvænum og heilt yfir framúrskarandi bæ.

Kosningaskrifstofa Miðflokksins í Garðabæ:

Frambjóðendur á ferð og flugi.
Sími 862-5610
Netfang: nanna@midflokkurinn.is
facebook síða M listans í Garðabæ

Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ er þannig skipaður:

María Grétarsdóttir 1. sæti

Gísli B. Ívarsson 2. sæti

Zophanías Þorkell Sigurðsson 3. sæti

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir 4. sæti

Jóhann Þór Guðmundsson 5. sæti

1 María Grétarsdóttir Viðskiptafræðingur & bæjarfulltrúi
2 Gísli Bergsveinn Ívarsson Verkefnastjóri
3 Zophanías Þorkell Sigurðsson Tæknistjóri
4 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Framkvæmdastjóri
5 Jóhann Þór Guðmundsson Þjálfunarflugstjóri
6 Anna Bára Ólafsdóttir Atvinnurekandi
7 Haukur Herbertsson Véltæknifræðingur
8 Baldur Úlfarsson Matreiðslumeistari
9 Aðalbjörg Sif Kristinsdóttir Grunnskólakennari
10 Þorsteinn Ari Hallgrímsson Nemi
11 Kjartan Sigurðsson Verkefnastjóri
12 Íris Kristína Óttarsdóttir Markaðsfræðingur
13 Haraldur Á Gíslason Útvarpsmaður & bílstjóri
14 Sigurlaug Viborg Fv. bæjarfulltrúi & forseti Kvenfélagssambands Íslands
15 Aðalsteinn J Magnússon Framhaldsskólakennari
16 Vilborg Edda Torfadóttir Ferðafræðingur
17 Davíð Gíslason Læknir
18 Elena Alda Árnason Hagfræðingur
19 Ágúst Karlsson Tæknifræðingur
20 Emma Kristina Aðalsteinsdóttir Nemi
21 Ingólfur Sveinsson Fjármála- & skrifstofustjóri
22 Sigrún Aspelund Skrifstofumaður & fv. bæjarfulltrúi