Miðflokkurinn býður fram M lista við sveitarstjórnarkosningar á Akureyri 2018.
Smellið á facebook síðu M listans á Akureyri til að fá nánari upplýsingar um stefnumál, áherslur og frambjóðendur.

Miðflokkurinn á Akureyri leggur áherslu á eftirfarandi stefnumál:

  • Góðir skólar og þjónusta á öllum stigum við barnafólk eru lykill að góðum búsetuskilyrðum á Akureyri. Því leggur Miðflokkurinn ríka áherslu á stuðning við leik- og grunnskóla bæjarins og vill taka upp aukið samtal við kennarastéttina, skólastjórnendur og foreldra um umbætur í skólastarfi, bætta aðstöðu nemenda og kennara og um framtíðarsýn málaflokksins.
  • Miðflokkurinn vill að komið verði á fríum skólamáltíðum í grunnskólum bæjarins og sérstaklega verði hugað að hollustuþáttum bæði í leik- og grunnskólum þar sem innlend fersk matvæli verði alltaf fyrsta val við framleiðslu matarins.
  • Fjölga þarf þegar í stað leikskólarýmum og stefnt skal að því að inntaka barna frá 12 mánaða aldri verði möguleg sem fyrst.
  • Mikilvægt er að efla áhuga ungmenna á iðn- og tæknigreinum og vinna að því markvisst að þær greinar fái athygli og njóti aukinnar virðingar. Kveikja þarf áhuga ungmenna strax á grunnskólaaldri fyrir gildi slíks náms þannig að þau verði betur í stakk búin að velja sér framhaldsmenntun að grunnskóla loknum.
  • Miðflokkurinn mun vinna náið með atvinnulífinu sem er grundvöllur búsetu og velferðar í bænum. Bjóða þarf þegar í stað uppá hagkvæmar atvinnulóðir og einfalda og hraða skipulagsferli bæjarins sem snýr að atvinnulífinu.
  • Skipulagsmál bæjarins þarf að laga meir að þörfum fólksins og atvinnulífsins sem saman mynda samfélagið Akureyri. Miðflokkurinn hafnar frekari byggð sem þrengir að hafnar- og atvinnusvæðum bæjarins á Oddeyrinni. Miðflokkurinn hafnar einnig þéttingu byggðar á kostnað gamalla gróinna útivistarsvæða í bænum.
  • Miðflokkurinn vill að Akureyri verði þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi samfélag“ og nái verkefnið þannig til allrar stefnumörkunar í málaflokkum á vegum bæjarins.
  • Miðflokkurinn leggur áherslu á góða þjónustu við eldri borgara. Verulega skortir á að í boði sé nægt hentugt og boðlegt húsnæði á Öldrunarheimilum Akureyrar.
  • Miðflokkurinn vill efla hreyfingu og heilsueflingu eldri borgara undir faglegri leiðsögn þar sem einnig stæðu til boða reglubundnar heilsufarsmælingar. Teknir verði frá fastir tímar í íþróttahúsum bæjarins.
  • Miðflokkurinn mun beita sér fyrir átaki í umhverfismálum og fegrun bæjarins.

Kosningaskrifstofa Miðflokksins á Akureyri :

Skipagata 1, önnur hæð
Sími: 837-6500
Netfang: hannes@grofargil.is / reginahelga@simnet.is
facebook síða M listans á Akureyri

Framboðslisti Miðflokksins í Akureyri er þannig skipaður:

Hlynur Jóhannsson 1. sæti

Rósa Njálsdóttir 2. sæti

Karl Liljendal Hólmgeirsson 3. sæti

Viðar Valdimarsson 4. sæti

Helgi Sveinbjörn Jóhannesson 5. sæti

Sigrún Elva Briem 6. sæti

1 Hlynur Jóhannsson Stöðvarstjóri
2 Rósa Njálsdóttir Skrifstofukona
3 Karl Liljendal Hólmgeirsson Nemi
4 Viðar Valdimarsson Skrifstofumaður
5 Helgi Sveinbjörn Jóhannesson Starfsmaður Flugþjónustu
6 Sigrún Elva Briem Heilsunuddari
7 Jón Bragi Gunnarsson Viðskiptafræðingur
8 Sigríður Valdís Bergvinsdóttir Hársnyrtimeistari
9 Stefán Örn Steinþórsson Bifvélavirki
10 Jóhanna Norðfjörð Fjármálastjóri
11 Hjörleifur Hallgríms Herbertsson Framkvæmdastjóri
12 Regína Helgadóttir Bókari
13 Hannes Karlsson Framkvæmdastjóri
14 Sigríður Inga Pétursdóttir Hjúkrunarfræðingur
15 Karl Steingrímsson Sjómaður
16 Þorvaldur Helgi Sigurpálsson Iðnaðarmaður
17 Berglind Bergvinsdóttir Leik og grunnskólakennari
18 Hlíf Kjartansdóttir Húsmóðir
19 Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Fyrrverandi bæjarfulltrúi
20 Helga Kristjánsdóttir Húsmóðir
21 Hákon Hákonarson Vélvirki
22 Gerður Jónsdóttir Húsmóðir