Miðflokkurinn býður fram M lista við sveitarstjórnarkosningar á Akranesi 2018.
Smellið á facebook síðu M listans á Akranesi til að fá nánari upplýsingar um stefnumál, áherslur og frambjóðendur.

Miðflokkurinn á Akranesi leggur áherslu á að gera Akranes samkeppnishæfara:

Hér á Akranesi er gott að búa.  Öll þjónusta er innan seilingar.  Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð og nálægðin við höfuðborgarsvæðið tryggir okkur gott aðgengi að þeim stóra markaði sem þar er, bæði hvað vinnu og þjónustu varðar.

Þrátt fyrir þetta hefur Akranes ekki náð að vaxa með sambærilegum hætti og sveitarfélögin fyrir austan fjall og mörg þeirra sem á Reykjanesinu eru.  Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að gera bæinn samkeppnishæfari.

Áhersluatriði Miðflokksins á Akranesi eru eftirfarandi:

Atvinnumál:

 • Við eigum skipulagðar atvinnulóðir í Flóahverfi, sem þarf að ráðast markvisst í að koma í notkun.
 • Við ætlum að fjölga störfum í ört stækkandi bæjarfélagi. Hlúa að núverandi fyrirtækjum ásamt því að skapa aðstöðu fyrir nýja starfsemi.
 • Við ætlum að leggja áherslu á fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi og gera Akranes að betri valkost.
 • Við ætlum að vinna að því að gera Akraneshöfn aftur að öflugri fiskihöfn.
 • Við ætlum að ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa.

Skólamál:

 • Við ætlum að hafa fríar skólamáltíðir í grunnskólum.
 • Við ætlum að efla tómstunda starf barna og unglinga og ráða tómstundafulltrúa.
 • Við ætlum að auka fjárveitingu til leikskólana og fjölga stöðugildum.

Innviðir og stóra myndin:

 • Við ætlum að stórbæta viðhald gatna og fasteigna bæjarins.
 • Við ætlum að beita okkur fyrir því að frárennslisgjöld verði lækkuð. Álögur á heimili og fyrirtæki þurfa að lækka svo Akranes verði samkeppnishæfara.
 • Við ætlum að beita okkur fyrir því að rætt verði við nýja sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar um sameiningu sveitarfélaganna.
 • Við ætlum að beita okkur fyrir viðræðum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar um færslu þjóðvegar 1, vestur fyrir Akrafjall og áfram um Grunnafjörð. Það kemur bænum í hringvegartengingu sem styður meðal annars við uppbyggingu þjónustu við ferðamenn.

Umhverfismál:

 • Við ætlum að móta umhverfisstefnu til framtíðar og að vera í fararbroddi í umhverfisvernd.
 • Við ætlum að beita okkur fyrir því að næsti strætisvagn bæjarins verði rafdrifinn.

Kosningaskrifstofa Miðflokksins á Akranesi :

Kirkjubraut 2, Lesbókin Café
Sími: 896-3159
Netfang: hafthorp@gmail.com
facebook síða M listans á Akranesi

Framboðslisti Miðflokksins á Akranesi er þannig skipaður:

Helga K. Jónsdóttir 1. sæti

Rúnar Ólafsson 2. sæti

Steinþór Arnarson 3. sæti

Hörður Svavarsson 4. sæti

Íris Baldvinsdóttir 6. sæti

Krystyna Jabloszewa 8. sæti

1. Helga K. Jónsdóttir vélsmiður
2. Rúnar Ólason Framkvæmdastjóri
3. Steinþór Árnason Veitingamaður
4. Hörður Svavarsson Rafvirkjameistari
5.  Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir Innkaupafulltrúi
6. Íris Baldvinsdóttir Kennari
7. Lárus Jóhann Guðjónsson Málari
8. Krystyna Jabloszewa Fiskverkakona
9.  Gunnar Þór Gunnarsson Framkvæmdastjóri
10. Hallbjörn Líndal Viktorsson Rafvirki
11. Ásgeir Einarsson Kafari
12. Svavar Sigurðsson Starfsmaður hjá Norðuráli
13. Örn Már Guðjónsson Bakari
14. Jón Andri Björnsson Verslunarmaður
15. Gunnar Þór Heiðarsson Hafnarverndarfulltrúi
16. Oddur Gíslason Sjómaður
17. Bergþór Ólason Alþingismaður