Miðflokkurinn í Reykjavík boðar til stofnfundar í Rúgbrauðsgerðinni mánudaginn 22. janúar 2018, kl. 20:00.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins í Reykjavík ávarpa fundinn.
Kíkið endilega í kaffi og spjall um stjórnmál, nýir félagar velkomnir.
Miðflokksfélag Reykjavíkur mun starfa fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og meðal annars halda uppi öflugu félagsstarfi og skipuleggja framboð til borgarstjórnar vorið 2018.