Húsnæði Miðflokksins við Suðurlandsbraut 18 verður tekið formlega í notkun föstudaginn 9. febrúar og af því tilefni efnir flokkurinn til opnunarhátíðar kl. 19-21 þann dag. Félagsmenn eru hvattir til að líta við í létta og skemmtilega Miðflokksstemmingu og að taka með sér gesti því að sjálfsögðu eru allir velkomnir 🙂

Í húsnæðinu er starfsaðstaða fyrir félög Miðflokksins og gott rými fyrir fundi og hvers konar viðburði á vegum flokksins og félaganna.

Fyrsti stóri viðburðurinn í húsnæðinu verður haldinn laugardaginn 10. febrúar þar sem flokksráð Miðflokksins mun koma saman í fyrsta sinn kl 11:00 og er fundurinn opinn fyrir skráða félagsmenn í Miðflokknum.

Categories: Fréttir