Á næstu vikum munu þingmenn Miðflokksins leggja land undir fót og bjóða til opinna stjórnmálafunda víðsvegar um landið. Fundaherferðin hófst í Grindavík í gær þar sem Sigmundur Davíð, Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson ræddu við gesti á Bryggjunni og heimsóttu fyrirtæki. Í kvöld kl. 20:00 er stofnfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis í Glersalnum í Kópavogi, Salavegi 2, og á morgun kl. 20:00 verður opinn fundur á Akureyri með Sigmundi Davíð og Önnu Kolbrúnu þingmönnum Norðausturkjördæmis í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2.

Næsta vika hefst á stofnfundi Miðflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni mánudaginn 22. janúar kl. 20:00 og þingmenn Norðvesturkjördæmis ásamt Sigmundi Davíð bjóða til funda á veitingastaðnum Hrauninu í Ólafsvík þann 23. janúar og á Kaffi Krók á Sauðárkróki þann 25. janúar.

Í kjölfarið munu þingmenn bjóða til opinna funda m.a. á Egilsstöðum, Húsavík, Reykjanesbæ, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, Vestmannaeyjum, Siglufirði og Hólmavík. Fundirnir verða allir auglýstir á facebook síðu Miðflokksins (http://facebook.com/midflokkur) og Miðflokksfólk er sérstaklega hvatt til að deila þeim áfram og taka með sér gesti á fundina.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir!