Á næstunni verður  ráðinn framkvæmdastjóri hjá Miðflokknum í 50% starfshlutfall. Nokkrir einstaklingar hafa þegar viðrað áhuga sinn á starfinu. Framkvæmdastjóri þarf að hafa reynslu af rekstri/bókhaldi og búa yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum. Hann mun m.a. bera ábyrgð á rekstri flokksins í samráði við stjórn flokksins og fjármálaráð.

Þeir sem hafa áhuga og telja sig uppfylla þessi skilyrði geta haft samband við varaformann flokksins með þvi að senda tölvupóst á gunnarbragi@althingi.is og setja „starf“ í efni (subject) í póstinum.
Um áramótin er svo gert ráð fyrir að ráðinn verði starfsmaður á skrifstofu í 50% starfshlutfall.

Categories: Fréttir