Málefnanefnd flokksins mótar stefnu flokksins og skal starfa allt árið. Hvert kjördæmafélag tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina, karl og konu. Flokksráð greiðir atkvæði um skipan nefndarinnar.

Annar varaformaður stýrir málefnastarfi flokksins.

Tímabilið 2018-2020 skipa eftirfarandi fulltrúar nefndina:

Linda Jónsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon, Reykjavíkurkjördæmi, María Grétarsdóttir og Geir Þorsteinsson, Suðvesturkjördæmi, Sigrún Bates og Gunnar Már Gunnarsson, Suðurkjördæmi, María Ósk Óskarsdóttir, Norðvesturkjördæmi og Guðmunda Vala Jónsdóttir og Hólmgeir Karlsson, Norðausturkjördæmi.

Nefndinni stýrir Anna Kolbrún Árnadóttir og með nefndinni starfar Hólmfríður Þórisdóttir.

Anna Kolbrún Árnadóttir, 2. varaformaður stýrir starfi málefnanefndar.
Categories: Fréttir