Landsþingsfulltrúar | Dagskrá | FramboðKvöldverðarhóf | Lög Miðflokksins | Drög að ályktunum

Fyrsta landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu í Reykjavík helgina 21.-22. apríl næstkomandi, í sölunum Kaldalóni og Norðurljósum. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Miðflokksins, mótar m.a. stefnu flokksins, kýs forystu flokksins, setur lög hans og ákvarðar fastanefndir.

Landsþingið er opið öllum félagsmönnum í Miðflokknum, og þeir félagar sem vilja taka þannig þátt í þinginu með málfrelsi og tillögurétt eru vinsamlegast beðnir að senda skráningu á skraning@midflokkurinn.is til að hægt sé að áætla fjölda.  

Þinggjald er kr. 4900


Lög Miðflokksins

Laganefnd Miðflokksins leggur drög að lögum fyrir landsþing Miðflokksins 2018. Smellið hér til að skoða lögin.

Vakin er athygli á því tillögur til breytinga á lögunum skulu sendar skrifstofu Miðflokksins skriflega eða með rafrænum hætti á midflokkurinn@midflokkurinn.is fyrir kl. 12 föstudaginn 20. apríl.

Við umfjöllun á landsþinginu verða aðeins teknar til umfjöllunar tillögur til breytinga á lögum sem borist hafa skrifstofu Miðflokksins fyrir tilgreindan frest, undirritaðar nafni félagsmanns.


Fulltrúar á landsþingi

Landsþingið er opið öllum skráðum félagsmönnum Miðflokksins. Óskað er eftir því að félagsmenn sem hyggjast sækja þingið sendi skráningu á skraning@midflokkurinn.is fyrir 20. apríl nk. til að gera megi ráð fyrir réttum fjölda.

Bent er á að félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja landsþingið sem fulltrúar með atkvæðisrétt þurfa að hafa samband við stjórnir viðkomandi kjördæmisfélaga.

Eftirfarandi landsþingsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fyrsta landsþingi flokksins:

 • Stjórn Miðflokksins.
 • Flokksráðsfulltrúar sem seturétt áttu á fundi flokksráðs Miðflokksins 10. febrúar s.l.
  Í Flokksráði eiga sæti:

  • Framkvæmdastjórn
  • Stjórnir kjördæmafélaga og formenn deilda.
  • Þingmenn Miðflokksins.
  • Efstu fimm frambjóðendur á listum flokksins til alþingiskosninga.
  • Kjörnir sveitarstjórnarmenn Miðflokksins.
  • Efstu tveir frambjóðendur á listum flokksins til sveitarstjórnakosninga.
  • Tíu aðilar tilnefndir af framkvæmdastjórn.
  • Þrír aðilar tilnefndir af stjórn hvers kjördæmafélags.
  • Formenn starfandi fastanefnda flokksins.
 • Stjórnir kjördæmafélaga og deilda Miðflokksins.
 • Formenn og fulltrúar í málefnanefnd og laganefnd, kjörnir af flokksráði 10. febrúar s.l.
 • Fulltrúar kjördæmafélaga sem tilnefndir eru skv. eftirfarandi reglu: Þrisvar sinnum fjöldi kjördæmakjörinna alþingismanna í viðkomandi kjördæmi.
  • Reykjavíkurkjördæmin alls 66 fulltrúar
  • Suðvesturkjördæmi alls 39 fulltrúar
  • Norðausturkjördæmi alls 30 fulltrúar
  • Suðurkjördæmi alls 30 fulltrúar
  • Norðvesturkjördæmi alls 24 fulltrúar

Stjórnir kjördæmafélaga tilnefna fulltrúa á 1. landsþing og skulu gæta þess að val fulltrúa endurspegli búsetu í kjördæminu. Hvert kjördæmafélag ákveður aðferð við tilnefningu fulltrúa á 1. landsþing og skal þess gætt við þá ákvörðun að félagsmenn í viðkomandi kjördæmi hafi jöfn tækifæri til að óska setu á landsþinginu.

Samþykktir fulltrúalistar kjördæmafélaga skulu berast skrifstofu Miðflokksins (á midflokkurinn@midflokkurinn.is) fyrir 14. apríl nk.


Drög að dagskrá landsþings

Laugardagur 21. apríl (Kaldalón og Norðurbryggja)

08:30       Skráning og afhending fundargagna
Sala miða á kvöldverðarhóf

09:30       Þingsetning
Setningarávarp formanns Miðflokksins

10:00        Kosning þingforseta og ritara
Kosning kjörnefndar
Kosning samræmingarnefndar

10:15        Ávarp formanns laganefndar

10:30        Lög Miðflokksins – umræður og atkvæðagreiðsla

12:15        Hádegishlé

13:30        Kynningarræður frambjóðenda til embætta

13:45        Kosningar til embætta formanns, varaformanns og 2. varaformanns

14:15       Ávarp formanns málefnanefndar

14:30        Almennar umræður

15:00        Kjöri formanns, varaformanns og 2. varaformanns lýst

15:10        Almennar umræður – framhald

16:00        Málefnastarf (þingfulltrúar velja sér nefndir)

18.30        Þinghlé

19:30        Fordrykkur í boði Miðflokksins

20:15        Kvöldverðarhóf í Norðurljósasal

 

Sunnudagur 22. apríl (Norðurljós)

10:00                   Málefnastarf – framhald

12:00                   Hádegishlé

13:15                   Stefnuræða formanns Miðflokksins

14:15                   Afgreiðsla málefnaályktana

16:00                   Þingslit

 


Framboð til embætta

Landsþing Miðflokksins kýs formann, varaformann og 2. varaformann flokksins sem mynda stjórn Miðflokksins ásamt þingflokksformanni.

Landsþingsfulltrúar kjósa milli framkominna framboða.
Framboð skulu send skrifstofu Miðflokksins, undirrituð með nafni, kennitölu og heimili, á midflokkurinn@midflokkurinn.is.

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og 2. varaformanns Miðflokksins vegna kosninga á landsþingi 2018 er til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. apríl 2018.

Formaður Miðflokksins er opinber talsmaður flokksins og hefur yfirumsjón með flokksstarfinu í heild.

Varaformaður Miðflokksins stýrir almennu innra starfi hans, m.a. sem tengiliður stjórnar flokksins við Miðflokksfélögin og sveitarstjórnarfulltrúa.

2. varaformaður Miðflokksins stýrir málefnastarfi flokksins á landsvísu.

Sex skiluðu framboði innan framboðsfrests:

Nú­ver­andi formaður, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, er einn í kjöri til for­manns flokks­ins.

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Suður­kjör­dæm­is, og Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, bjóða sig fram til vara­for­manns flokks­ins.

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, Jon­as Henn­ing, fjár­fest­ir sem skip­ar þriðja sæti á lista Miðflokks­ins í Hafnar­f­irði, og Sól­veig Bjarney Daní­els­dótt­ir, aðstoðardeild­ar­stjóri á LSH sem skip­ar fjórða sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík, bjóða sig fram til embætt­is 2. vara­for­manns flokks­ins.

 


Kvöldverðarhóf í Norðurljósum

Að kvöldi laugardags 21. apríl verður kvöldverðarhóf landsþingsfulltrúa haldið í Norðurljósasal Hörpu. Miðasala fer fram Suðurlandsbraut 18 föstudaginn 20. apríl kl. 18:00-21:00 og á upplýsingaborði framan við Kaldalón í Hörpu laugardaginn 21. apríl frá kl. 08:30-14:00.

Miðaverð er kr. 10.900,-

Kvöldverðarhófið hefst kl. 20:15 en gestir eru boðnir velkomnir í fordrykk í boði Miðflokksins á 2. hæð Hörpu kl. 19:30

Gestir í kvöldverðarhófi eru vinsamlegast beðnir um að láta vita við miðakaup ef um sérstakar þarfir er að ræða varðandi matseðil.

Matseðill

Forréttur

Kaldreykt bleikja með silungahrognum, reyktum möndlum og dillsósu.

Aðalréttur

Villisveppa- og pecanhnetukrydduð nautalund með rauðvínsgljáa,
hnetukartöflum, grilluðum dverggulrótum, lauk og karsarjóma.

Eftirréttur

Hveitilaus súkkulaðikaka og silkimjúkur ganache með heitri súkkulaðisósu.

 


Tilboð á gistingu fyrir landsþingsgesti

Hótel Lótus

Býður tveggja manna  herbergi á kr. 14.000 per nótt með morgunmat.
Hótelið er við Álftamýri 7 í Reykjavík.
https://hotellotus.is

Grand Hotel Reykjavík

Er við Sigtún og vel staðsett í Reykjavík.
Býður nóttina á  kr. 18.900 per nótt með morgunverði.

Vinsamlegast hafið samband í gegnum email bokanir@grand.is eða síma 514-8096 og gefið upp tilvísunarnúmerið 280087.
Tilboðið gildir fyrir superior double herbergi
https://www.islandshotel.is/is/hotelin/grand-hotel-reykjavik/herbergin

City Center Hotel

Er í miðbæ Reykjavíkur og í göngufæri við Hörpu,

Verð á herbergjum er:
SGL: Kr. 14.280 per nótt
SUP DBL-Balcony Kr. 20.189 per nótt
SUP DBL-View Kr. 20.189 per nótt

Morgunverður er ekki innifalinn í verðinu.

Við bókun á heimasíðu City center þá fæst 10% afsláttur ef kódinn  IAMSPECIAL fylgir með í þar til gerðum reit.
http://www.citycenterhotel.is/

Categories: FréttirLandsþing