[et_pb_section bb_built=”1″ fullwidth=”on” specialty=”off” inner_shadow=”off” parallax=”off” background_color=”#2ea3f2″][et_pb_fullwidth_header title=”Eflum íslenskan landbúnað” subhead=”Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.” background_layout=”dark” text_orientation=”center” _builder_version=”3.0.77″ background_image=”https://midflokkurinn.is/wp-content/uploads/2017/10/landskapesbyingasor-137.jpg” header_fullscreen=”off” header_scroll_down=”off” image_orientation=”center” content_orientation=”center” title_font=”|on|||” title_font_size=”42px” subhead_font=”|on|||” subhead_font_size=”22px” custom_button_two=”off” button_two_letter_spacing=”0″ button_two_icon_placement=”right” button_two_letter_spacing_hover=”0″ custom_button_one=”off” button_one_letter_spacing=”0″ button_one_icon_placement=”right” button_one_letter_spacing_hover=”0″ /][/et_pb_section][et_pb_section bb_built=”1″][et_pb_row][et_pb_column type=”4_4″][et_pb_text _builder_version=”3.0.77″ background_layout=”light” border_style=”solid”]

Landbúnaður og matvælaframleiðsla

Kosningastefna Miðflokksins á mannamáli í 10 setningum

Innlend landbúnaðar- og matvælaframleiðsla er ein af grunnstoðum samfélagsins og hana ber að tryggja til framtíðar. Án þess verður hvorki fæðuöryggi þjóðarinnar né matvælaöryggi tryggt. Allar siðmenntaðar þjóðir vinna á þann hátt og gera það sem til þarf til að tryggja atvinnuveginn þjóðinni til hagsbóta.

Stuðningur við íslenskan landbúnað er fyrst og fremst stuðningur við neytendur sem þannig er tryggður aðgangur að ódýrum heilnæmum matvælum. Allar nágrannaþjóðir okkar styðja sinn landbúnað og vernda, meðal annars með innflutningstollum, þannig að við sem þjóð verðum að standa vörð um okkar framleiðslu með sama hætti eigi hún að standast samkeppni.

Stuðningur við landbúnaðinn skilar sér margfalt til baka í verðmæta- og atvinnusköpun bæði í dreifbýli og þéttbýli og er um leið ódýrasta leiðin til að halda landinu öllu í byggð. Þátttaka bænda í byggðamálum er í dag af mörgum stórlega vanmetin.

Miðflokkurinn mun standa vörð um sérákvæði búvörulaga sem heimila mjólkuriðnaðinum samvinnu og verkaskiptingu sem skilað hefur gríðarlegri hagræðingu í greininni og lækkun verðs til neytenda.

Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að aðrar greinar landbúnaðarins fái sambærilegar undanþágur frá samkeppnislögum og mjólkuriðnaðurinn þannig að stuðla megi að frekari hagræðingu og þróun.
Miðflokkurinn telur mikilvægt að viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslunni sem gefist hefur vel og tryggt starfsöryggi og afkomu í þeirri grein.

Miðflokkurinn telur að heimila þurfi stóraukið samstarf á sviði framleiðslu og sölu á sauðfjárafurðum og vill beita sér fyrir lagabreytinum þar um. Auka þarf svæðisbundin stuðning, tryggja bændum fyrirsjáanleika t.d. með því að verð til þeirra liggi fyrir mun fyrr.
Þá telur Miðflokkurinn nauðsynlegt að grípa tafarlaust inní og leysa þann bráðavanda sem skapast hefur vegna mikils verðfalls sauðfjárafurða. Það verðu ekki gert nema með beinum fjárframlögum til sauðfjárbænda nú í haust. Síðan þurfa stjórnvöld að nýta veturinn til að vinna að framtíðarlausn með sauðfjárbændum.

Miðflokkurinn telur nauðsynlegt að taka rekstrarumverfi svína- og alifuglaræktar til sérstakrar skoðunar þar sem mikil óvissa er um framtíð þessara greina í kjölfar afléttingar tolla á innfluttar vörur.

Tryggja þarf að hægt sé að stunda landbúnað- og matvælaframleiðslu í sem bestri sátt við náttúruna og að hollusta og álag á umhverfi séu ráðandi þættir. Þannig leggst Miðflokkurinn gegn innflutningi á hráu kjöti til landsins og mun beita sér fyrir meiri rekjanleika matvæla og að merkingar um uppruna verði skýrar þannig að neytendur hafi öruggar upplýsingar á hverjum tíma um heilnæmi matarins.

 

 

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]