Til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við eigum að sinna svo sem velferðarmálum, heilbrigðismálum, menntamálum, húsnæðismálum, uppbyggingu innviða og málefnum eldri borgara og öryrkja þurfum við stöðugleika og við þurfum við að ráðast í kerfisbreytingar og endurskipuleggja fjármálakerfið svo það virki betur. Við höfum einstakt tækifæri nú til að endurskipuleggja fjármálakerfið og það ætlum við að gera. Við ætlum að banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum og lækka vexti. Breyta Íslandi úr hávaxtalandi í lágvaxtaland. Við ætlum að umbreyta, endurnýja og endurskapa fjármálakerfið svo það fari að virka betur fyrir almenning og fyrirtækin í landinu og nýta fjármagnið betur. Því þurfum við nýja hugsun. Miðflokkurinn er með skýra stefnu hvernig þetta er hægt án þess að auka skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja.

Kosningaáherslur Miðflokksins snúast um kerfisbreytingar. Miðflokkurinn er róttækt umbótaafl sem lítur á hlutina öðrum augum, er opinn fyrir hugmyndum og tillögum hvaðan sem þær koma og er svo reiðubúinn að hrinda þeim í framkvæmd jafnvel þó að kerfið kunni einhver staðar að spyrna á móti.  Eflaust verður eitthvað umdeilt og sagt að sé ekki hægt en það er kunnugleg umræða. Við treystum okkur til að fylgja þessu eftir af krafti, gera það sem við segjumst ætla að gera og uppskera árangur fyrir samfélagið.

5+1 Áhersluatriði sem öll tengjast saman og mynda eina heild

Miðflokkurinn hefur kynnt áætlun sína sem við köllum 5+1, sem skiptist í fimm eftirtalda málaflokka: 1. Fjármálakerfið, 2. Atvinnulíf og nýsköpun, 3. Menntun og vísindi, 4. Heilbrigðiskerfið og 5. Réttindi eldri borgara. Þessi til viðbótar er svo heildstæð áætlun sem ber yfirskriftina „Ísland allt“ um það hvernig við ætlum að láta landið okkar virka allt saman sem eina heild. Áætlunin snýst um það hvernig við ætlum að umbylta, breyta, endurnýja og endurskapa fjármálakerfið þannig að það fari að virka fyrir almenning í landinu og fyrirtækin, þá sem eiga að geta nýtt sér þjónustu þess til að eignast heimili, bæta kjör sín og byggja upp. Markmiðið er að ná eðlilegu vaxtastigi, viðhalda stöðugleika og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Búa til kerfi sem þjónar almenningi, betri húsnæðismarkað, fleiri og betri störf, aukna nýsköpun og verðmætasköpun. Allt tengist þetta saman t.d. atvinnulíf, nýsköpun og húsnæðismálin tengist fjármálakerfinu og þá ekki síst vaxtastiginu. Við þurfum við að nýta fjármagnið betur í stað þess að auka skatta, finna nýjar leiðir, eins og t.d. það fjármagn sem lagt er í heilbrigðiskerfið og menntamálin í stað þess að eina leiðin sé alltaf að hækka fjárframlögin.

1.Fjármálakerfið

Markmiðin eru þessi í grófum dráttum að á Íslandi verði loksins hægt að viðhalda eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili hraðar en áður, gerir fyrirtækjunum kleift að fjárfesta, skapa ný störf, skapa nýjar hugmyndir. Kerfi sem þjónar almenningi, þar með betri húsnæðismarkaður, fleiri og betri störf, aukin nýsköpun og meiri verðmætasköpun.

Markmiðið er að losna við verðtrygginguna og komast út úr þessu verðtryggða umhverfi. Við ætlum að banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Ýmis rök eru fyrir því svo sem neytendaverð, hagstjórnin virki betur en fyrst og fremst er þetta spurning um heildarmarkmiðið um endurskipulagningu fjármálakerfisins þannig að það skili Íslandi í lágvaxtaumhverfi úr hávaxtaumhverfi. Til að það sé hægt, þ.e. að lækka vaxtastig og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum, svo menn sitji ekki upp með óverðtryggð lán á himinháum vöxtum þarf að gera ýmsa breytingar.

Ríkið þarf að nýta sér forkaupsrétt sinn að Arionbanka. Þegar stóru bankarnir þrír eru komnir í ríkiseigu er hægt að minnka bankakerfið með því að greiða út úr þeim verulegt umfram eigið fé. Meðan svona mikið umfram eigið fé er inni í bönkunum þá er krafa um ávöxtun á allt þetta eigið fé og einhvern veginn verða bankarnir að ná þeirra ávöxtun sem er gert með hærri vöxtum, þjónustugjöldum o.s.frv. Við þurfum að minnka bankana með því að greiða úr þeim umfram eigið fé í ríkissjóð sem hægt er að nýta t.d. í innviðauppbyggingu.

Miðflokkurinn vill að Landsbankinn verði áfram í eigu ríkisins og mótuð verði eigendastefna í stað „seljendastefnu“ þannig að ríkið ákveði hvernig það vilji að þessi banki starfi . Landsbankinn stofni dótturfélag, nýjan banka, sem bjóði upp á lægri vexti og auki þar með samkeppni og leiði íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Þessi nýi banki yrði eingöngu á netinu með lágmarks yfirbyggingu og rekstrarkostnað. Nýtir nýjustu tækni og þróun í bankastarfsemi. Taki litla áhættu en hefur það að meginmarkmiði að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarks vaxtamun. Veiti aðeins minni lán, t.d. lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirsækja með traust veð. Leiði saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Bjóða sem best kjör á sem bestu vöxtum.

Miðflokkurinn vill að þriðjungur Arionbanka verði afhentur  öllum Íslendingum til jafns, þannig að hver og einn sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum. Nauðsynlegt er að staðfesta móttöku hlutabréfsins og ekki verði heimilt að selja bréf fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 ár. Þriðjungur seldur í opnu útboði, auglýst verði eftir fyrirtækjum til að annast söluna í alþjóðlegu útboði. Ríkið haldi ráðandi hlut í bankanum þar til það selur síðasta þriðjunginn eftir að reynsla er komin á fyrri söluna og markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum.

Miðflokkurinn vill að vinna hefjist strax við að selja Íslandsbanka erlendum banka. Það þarf að vera skýr langtímasýn og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir sölunni með skipulögðum og virkum hætti. Stjórnvöld og fjármálaeftirlitið setja skilyrði fyrir sölunni og meðal skilyrða væri bankinn myndi veita tiltekna þjónustu á Íslandi í að minnsta kosti 10 ár.

Miðflokkurinn vill ný lög um Seðlabanka Íslands. Hlutverk bankans verði útvíkkað og bankinn fái það hlutverk að stuðla að aukinni samkeppni á bankamarkaði, eins og þekkt er meðal annars hjá Seðlabanka Englands og að peningastefna bankans verði endurskoðuð. Vextir eru of háir og leiða til hættulegs innflæðis. Of þröngt að huga aðeins að vísitölu verðlags. Nauðsynlegt að taka mið af vaxtamun miðað við útlönd. Án verðtryggingar hefur hagstjórnin meiri áhrif.

Miðflokkurinn vill varðandi Íbúðalánasjóð að áfram verði unnið út frá breytingum síðustu ára og yfirfærslu í félagslegt hlutverk. Sjóðurinn veiti óverðtryggð lán.

Lífeyrissjóðirnir hafa stækkað mikið og þeir þurfa að laga sig að nýju lágvaxtaumhverfi og geta ekki reitt sig á 3,5% ávöxtun ofan á verðtryggingu fjármagnað af skattgreiðendum og fólki sem er að reyna skapa sér heimili.

Lífeyrissjóðirnir þurfa að finna nýjar leiðir, fjárfesta í nýsköpun, skapa ný verðmæti og þurfa að fjárfesta miklu meira erlendis. Það þarf meiri áhættudreifingu, þeir eru orðnir of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf.

Ef við tökum samanburð við norska olíusjóðinn fjárfestir utan Noregs og átti á árinu 2014  1,3% af öllum skráðum hlutabréfum í heiminum og 2,5% í Evrópu þá er hlutfall hans af landsframleiðslu Noregs svipað og hlutfall íslensku lífeyrissjóðanna af landsframleiðslu Íslands. Meðal raunávöxtun norska olíusjóðsins síðastliðin 20 ár tæp 4%. Innan við helmingur innstreymis hans er frá sölu olíu og gass, meirihluti gengisbreytingar og vextir. Með þessu er verið að dreifa áhættunni fyrir landsmenn og norska ríkið. Þessar breytingar á íslenska fjármálakerfinu munu reka þá út í hinn stóra heim, dreifa áhættunni út um allan heim fyrir landsmenn og landið. Við náum meiri jafnvægi fyrir gjaldmiðilinn sem um leið vinnur gegn sveiflum íslensks efnahagslífs í stað þess að auka þær.

Ef þeir koma ekki út öllu þessu fjármagni hratt er sá möguleiki fyrir hendi að skattleggja innstreymið en ekki útstreymið. Skattlagning sparnaðar við inngreiðslu í lífeyrissjóði, fjárfestingaþörfin minnkar. Gerir okkur kleift að greiða ríkisskuldir hraðar og felur þannig í sér ábata fyrir framtíðarkynslóðir.

Þessar breytingar munu breyta öllum efnahafslegum forsendum fyrir okkur. Þetta er heildaráætlun sem tekur á ólíkum þáttum fjármálakerfisins, allt á að spila saman. Mun taka nokkur ár í framkvæmd en byrjar strax að hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið að þrýsta það niður.

Sjá nánar kynningu Sigmundar Davíðs hér.