Torfþak ríður fyrrverandi hjálpartækjabúð að fullu

Torfþak ríður fyrrverandi hjálpartækjabúð að fullu

Fimmtudagur, 1. ágúst 2024
 

Ótrú­legt rugl hef­ur verið viðvar­andi við stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar um langa hríð. Þá gild­ir einu hvort horft er til fjár­hags­legra þátta, skipu­lags eða al­mennr­ar þjón­ustu við íbúa og um­hirðu borg­ar­svæða.

Ný­lega vakti at­hygli þegar verðlauna­bygg­ing­in Brákar­borg, sem er leik­skóli sem fékk fyrst bygg­inga verðlaun­in Grænu skófl­una – fyr­ir framúrsk­ar­andi ým­is­legt í um­hverf­is­leg­um skiln­ingi – var rýmd­ur og leik­skóla­börn­in flutt annað.

Því fylgja auðvitað smá vand­ræði þegar það gleym­ist að líta til með burðar­virk­inu, sem einu sinni þótti skipta máli, áður en vist­fer­ils­grein­ing­ar og út­reikn­ing­ur á kol­efn­is­spori yf­ir­tóku slíkt gam­aldags bras í mik­il­væg­is­röðinni við verk­leg­ar fram­kvæmd­ir.

En nóg um bragg­ann, ég meina kyn­líf­stækja­búðina, nei ég meina leik­skól­ann; torfþakið reið hús­inu að fullu, sem er kannski pass­andi í ljósi fyrri nota.

Núna þegar verðlauna­leik­skól­inn er úr leik, ásamt mörg­um öðrum bygg­ing­um borg­ar­inn­ar vegna viðhalds­leys­is og trassa­skap­ar, sér­stak­lega skóla­bygg­ing­ar og ekki má gleyma hús­næði Orku­veit­unn­ar með þeim millj­örðum sem þar þarf að verja til að end­ur­byggja hluta húss­ins. Þá er rétt að hafa í huga orðtakið sem seg­ir: að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

Fortíðin í þessu sam­hengi er nefni­lega svört, meðferð út­svar­s­pen­inga borg­ar­búa hef­ur verið með þeim hætti að með öllu er ófor­svar­an­legt og út­svarið hef­ur auðvitað ekki verið látið duga. Linnu­laus skulda­söfn­un fyll­ir á tóm­ar fjár­hirsl­ur, sem tekið er úr fyr­ir hvert gælu­verk­efnið á fæt­ur öðru. Framtíðin borg­ar með sí­hækk­andi vöxt­um.

Bragg­inn og dönsku strá­in, gjafa­gjörn­ing­ar í bens­ín­stöðva­mál­inu, þreng­ing­ar gatna og linnu­laus­ar at­lög­ur að græn­um svæðum eru of­ar­lega á af­reka­skránni, sorp­hirðan og vetr­arþjón­ust­an, biðlist­arn­ir á leik­skól­ana, lóðaskort­ur­inn, útþensla miðlægr­ar stjórn­sýslu, hatrið á fjöl­skyldu­bíln­um, meðferðin á Sunda­braut­inni, 100 millj­arða froðan í reikn­ing­um Fé­lags­bú­staða, meðferðin á flæðis­bæt­andi aðgerðum á stofn­braut­um, árás­irn­ar á Reykja­vík­ur­flug­völl, sam­skipt­in við borg­ar­búa þar sem „sýnd­ar­sam­ráð“ virðist hafa verið tekið á enn hærra stig en hjá rík­is­stjórn­inni.

Allt þetta er hollt að hafa í huga þegar mat er lagt á hvers sé að vænta verði Reykja­vík­ur­mód­elið yf­ir­fært á lands­stjórn­ina.

Spor­in hræða nefni­lega og af verk­un­um skul­um við þekkja þá.

Von­andi ríður hinn mar­g­end­ur­reisti meiri­hluti fjár­hag borg­ar­inn­ar ekki að fullu. En það má með sanni segja að menn hafi aldrei hætt að þora að láta á það reyna hversu langt er hægt að ganga í þeim efn­um.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is