Það þarf nýja heildarlöggjöf í útlendingamálum

Það þarf nýja heildarlöggjöf í útlendingamálum

Föstudagur, 17. maí 2024
 

Frum­varp um breyt­ingu á út­lend­inga­lög­um var tekið til annarr­ar umræðu á Alþingi í gær, fimmtu­dag.

Málið er til bóta, miðað við nú­ver­andi reglu­verk, en nokkr­ar tenn­ur voru þó dregn­ar úr því með breyt­ing­um á frum­varp­inu frá því að málið var kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda og þar til dóms­málaráðherra mælti fyr­ir því í byrj­un mars.

Málsmeðferðarregl­ur sem átti að fella út, en verða áfram hluti af ís­lensku reglu­verki, snúa meðal ann­ars að veit­ingu end­ur­gjalds­lausr­ar tals­mannaþjón­ustu á báðum stjórn­sýslu­stig­um og niður­fell­ingu 18 mánaða tíma­marks við málsmeðferð um­sókna um alþjóðlega vernd.

Sér­ís­lensk­ar málsmeðferðarregl­ur hafa kallað fram þau áhrif að um­sókn­ir um alþjóðlega vernd eru hlut­falls­lega marg­falt fleiri en raun­in er í sam­an­b­urðarlönd­um okk­ar. Það set­ur gríðarleg­an þrýst­ing á stoðkerfi ís­lensks sam­fé­lags, hvort sem litið er til mennta­mála, heil­brigðismála, stöðunn­ar á hús­næðismarkaði eða á aðra þætti.

Tug­millj­arða beinn útlagður kostnaður rík­is­sjóðs og marg­föld sú tala þegar af­leidd­ur kostnaður er met­inn er staða sem ætti að verða þess vald­andi að stjórn­völd gerðu það sem hægt er til að ná tök­um á landa­mær­un­um og stemma stigu við þeim gríðarlega fjölda um­sókna sem hingað ber­ast.

En staðan er því miður sú að ýms­ar sér­ís­lensk­ar regl­ur verða áfram í reglu­verki út­lend­inga og dóms­málaráðherra hef­ur nú þegar sagst munu leggja fram nýtt frum­varp í haust sem ætlað er að stoppa upp í sum þeirra gata sem eft­ir verða á kerf­inu.

Af hverju ekki að gera þetta í einni aðgerð? Skrifa ný út­lend­inga­lög frá grunni sem færðu okk­ur kerfi sem virk­ar fyr­ir þá sem eru í raun­veru­legri neyð og virk­ar sömu­leiðis gagn­vart því sam­fé­lagi sem við búum í.

Enda­laus smá­skref, enda­laus bútasaum­ur, er því miður ekki leiðin að því marki sem við verðum að ná.

Göng­um hreint til verks, að danskri fyr­ir­mynd, og setj­um okk­ur jafn­fæt­is frænd­um okk­ar í þess­um efn­um. Ef skref­in verða svo stutt og fá að við kom­umst aldrei með tærn­ar þar sem frænd­ur okk­ar hafa hæl­ana í þess­um efn­um, þá verður kostnaður­inn meiri af kerf­inu en þörf er á. Aðlög­un þeirra sem hingað koma mun ganga hæg­ar og stoðkerf­in verða yf­ir­hlaðin.

Mögu­lega er óraun­hæft að ná fram slík­um ákvörðunum inn­an nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar, en það stytt­ist í kosn­ing­ar og þá mun skipta máli að til verka velj­ist stjórn­mála­menn og flokk­ar sem geta tekið stór­ar ákv­arðanir og fylgt þeim eft­ir. Þá mun muna um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is