Misskilningur um Mannréttindastofnun VG

Misskilningur um Mannréttindastofnun VG

Laugardagur, 13. júlí 2024
 

Það var hér fyr­ir nokkr­um dög­um sem Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifaði heila grein til varn­ar Mann­rétt­inda­stofn­un VG. Ég verð að viður­kenna að ég sá það ekki fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem lengi talaði fyr­ir minna bákni, aðgát í rík­is­fjár­mál­um og hagræðingu, myndi gera það – en lengi skal mann­inn reyna.

Í grein­inni sem bar heitið „Mann­rétt­inda­stofn­un – sag­an öll“ reyn­ir Hild­ur að rétt­læta það að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi ein­fald­lega orðið að setja á fót nýja rík­is­stofn­un, á kostnað skatt­greiðenda.

Svo gerði hún heiðarlega til­raun til að gera Miðflokk­inn sam­sek­an Sjálf­stæðis­flokkn­um – að á ein­hvern óskilj­an­leg­an hátt væri það Miðflokkn­um að kenna að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók ákvörðun um að bogna und­an þrýst­ingi VG og stofna heila rík­is­stofn­un að óþörfu. En ókei, skoðum þetta aðeins nán­ar – segj­um alla sög­una.

Samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks var full­gilt­ur hér á landi árið 2016. Árið 2019 var lögð fram þings­álykt­un á Alþingi þar sem kom fram vilji þings­ins til að lög­festa samn­ing­inn – og ég samþykkti þá þings­álykt­un­ar­til­lögu. Þar vill þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins meina að hníf­ur­inn standi í kúnni þegar kem­ur að meintri ábyrgð Miðflokks­ins á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ákvað að stofna nýja rík­is­stofn­un á kostnað skatt­greiðenda. En henni láðist kannski að lesa sjálf­an samn­ing­inn, eins og hann kom af kúnni og áður en hann var þýdd­ur af emb­ætt­is­mönn­um en þýðing­in hef­ur víða sætt mik­illi gagn­rýni. Það sem ég samþykkti var lög­fest­ing samn­ings sem seg­ir eft­ir­far­andi í 33. grein:

„1. States Parties, in accor­d­ance with their system of org­an­izati­on, shall designa­te one or more focal po­ints wit­hin go­vern­ment for matters relat­ing to the imp­lementati­on of the present Con­venti­on, and shall give due consi­derati­on to the esta­blis­h­ment or designati­on of a coord­inati­on mechan­ism wit­hin go­vern­ment to facilita­te rela­ted acti­on in dif­f­erent sectors and at dif­f­erent levels.

2. States Parties shall, in accor­d­ance with their legal and adm­in­istrati­ve systems, maintain, strengt­hen, designa­te or esta­blish wit­hin the State Party, a framework, including one or more in­depend­ent mechan­isms, as app­ropria­te, to promote, protect and monitor imp­lementati­on of the present Con­venti­on.“

Svo mörg voru þau orð. Öllum sem þetta lesa ætti að vera ljóst að eng­in krafa er gerð um stofn­un nýrr­ar mann­rétt­inda­stofn­un­ar svo hægt sé að fram­fylgja ákvæðum samn­ings­ins. Aðeins er gerð krafa um að þau ríki sem taka samn­ing­inn upp komi verk­efn­un­um fyr­ir inn­an síns stjórn­kerf­is, eft­ir eig­in hent­ug­leik. Þannig hefði mátt standa að eft­ir­fylgni samn­ings­ins með hag­felld­ari hætti og með minni til­kostnaði. Það blas­ir við hverj­um sem vill sjá.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is