Meira af því sama

Meira af því sama

Miðvikudagur, 16. október 2024
 
Bergþór Ólason

Gengið verður til kosn­inga 30. nóv­em­ber næst­kom­andi og gefst þá kær­komið tæki­færi til að gera loks­ins eitt­hvað í mál­un­um – eft­ir sjö ár af stöðnun og vinstri­stefnu í boði Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna.

Það þarf að taka til hend­inni í efna­hags­mál­um, út­lend­inga­mál­um og orku­mál­um. Mál­um sem Miðflokk­ur­inn hef­ur bar­ist í um ára­bil af sann­fær­ingu, vopnaður raun­sæi og lausn­um. Við höf­um sömu­leiðis reynt að hrista doðann af rík­is­stjórn­inni áður en það yrði of seint og af­leiðing­arn­ar yrðu óaft­ur­kræf­ar að sumu eða öllu leyti.

Nú er svo komið að veru­leg­ur orku­skort­ur blas­ir við lands­mönn­um í landi sem er fullt af grænni orku, vel­ferðar­kerf­in bogna und­an þung­um og óheft­um straumi hæl­is­leit­enda til lands­ins og vext­ir og verðbólga sliga venju­legt fólk sem nær nú ekki end­um sam­an í heim­il­is­rekstr­in­um. Ungt fólk kemst ekki inn á hús­næðismarkaðinn og börn­in koma ólæs út úr grunn­skól­an­um.

Sjö ára raun­veru­leik­arof rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hef­ur reynst erfitt fyr­ir hag lands­manna.

En eft­ir sex vik­ur get­um við breytt þessu. Þá verður hægt að ráðast af krafti í að ná tök­um á verðbólg­unni með skýrri stefnu­mörk­un um aðhald í rík­is­rekstr­in­um sem skil­ar sér í veru­lega lægri vöxt­um. Þar skipt­ir máli að standa fast­ur í ístaðinu og koma erfiðum hlut­um í verk.

Þá verður líka hægt að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika í stjórn efna­hags­mála, ein­falda reglu­verk og draga þannig úr bygg­ing­ar­kostnaði til að auðvelda íbúðar­kaup. Ríkið þarf að ýta und­ir lóðafram­boð og fram­kvæmd­ir í stað þess að vera steinn­inn í göt­unni. Áfram þarf að nýta sér­eign­ar­sparnaðinn skatt­frjálst til kaupa á íbúð til eig­in nota og færa end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts vegna fram­kvæmda á íbúðar­hús­næði til fyrra horfs.

Um­svifa­laust þarf svo að hefja vinnu við setn­ingu nýrra út­lend­ingalaga og ná tök­um á landa­mær­un­um. Það geng­ur ekki að Ísland sé nýtt sem sölu­vara þeirra sem skipu­leggja fólks­flutn­inga. Örðugt verður að bæta hús­næðismarkaðinn, heil­brigðis­kerfið, mennta­kerfið eða aðra grunnþætti sam­fé­lags­ins án þess að ná stjórn á landa­mær­un­um.

Svo þarf ein­fald­lega að virkja. Raf­magnið verður ekki til í inn­stung­unni og við þurf­um raf­magn til að knýja fram­leiðslu í land­inu.

Það þarf sann­fær­ingu, lausn­ir og staðfestu til að ná ár­angri fyr­ir ís­lenska þjóð við þess­ar aðstæður og þar kem­ur eng­inn að tóm­um kof­an­um hjá Miðflokkn­um. Á meðan aðrir flokk­ar rembast við að líkj­ast Miðflokkn­um og eigna sér stefnu okk­ar og staðfestu tal­ar sag­an sínu máli og síðustu sjö árum hef­ur eng­inn gleymt. Aug­lýs­inga­stof­urn­ar afmá ekki reynslu fólks­ins í land­inu.

Miðflokk­ur­inn fer bjart­sýnn og kát­ur inn í kosn­inga­bar­áttu næstu vikna og við hlökk­um til að segja meira af því sama – því það hef­ur sannað sig.

Það mun­ar um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins bergt­horola@alt­hingi.is