Fjármálaáætlun fífldjarfra

Fjármálaáætlun fífldjarfra

 
Á sama tíma sjóðhitn­ar fast­eigna­markaður­inn og kerfið reyn­ist mátt­laust.
 

Eft­ir langa bið og um­tals­verðar taf­ir, m.a. vegna fram­boðsáforma fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra til for­seta, birti nýr fjár­málaráðherra fjár­mála­áætl­un. Þetta er þriðji fjár­málaráðherr­ann frá því í októ­ber sl. Hafði þáver­andi fjár­málaráðherra og nú ný­skipaður for­sæt­is­ráðherra sagt af sér og „stigið til hliðar“ vegna mats umboðsmanns Alþing­is (UA) á hæfni hans við söl­una á Íslands­banka.

Í janú­ar sl. fór mat­vælaráðherra Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í veik­inda­leyfi og er nú kom­inn í stól innviðaráðherra sem nú­ver­andi fjár­málaráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sat í. UA hafði í upp­hafi árs­ins skilað áliti sínu varðandi bann við hval­veiðum og sagt að ákvörðun þáver­andi mat­vælaráðherra hefði ekki sam­ræmst kröf­um um meðal­hóf og ekki átt sér skýra stoð í lög­um.

Eft­ir þessi ósköp öll er nú loks­ins komið á dag­inn að fjár­málaráðherra get­ur horft fram hol­ótt­an veg­inn úr sínu fyrra ráðuneyti og metið hvaða grýttu götu ný rík­is­stjórn ætl­ar að rata með al­menn­ing í fjár­mál­um. Hér eru flest­ir ráðamenn hinir sömu um borð, reynd­ar í öðrum ráðuneyt­um, og nýr mat­vælaráðherra sem veit ekki sitt rjúk­andi ráð.

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er sagt að þar sé mörkuð stefna sem ætlað er að lækka verðbólgu sem stend­ur nú í 6,8%. Er það svo? Stór­ir kjara­samn­ing­ar á al­menna vinnu­markaðnum hafa verið gerðir og stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands (SÍ) standa enn í 9,25%.

Í frétt á mbl.is 20. mars sl. árétt­ar aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) mik­il­vægi þess að op­in­beri vinnu­markaður­inn semji í anda al­menna vinnu­markaðar­ins. Því er ekki lokið. Í sömu frétt kem­ur fram mik­il­vægi þess einnig að stjórn­völd sýni aðhald í rekstri enda ekki séð að pen­inga­stefnu­nefnd SÍ sjái sér fært að hefja vaxta­lækk­an­ir fyrr en sjá megi með skýr­ari hætti hver áhrif gerðra samn­inga verða og hvort rík­is­fjár­mál­in gætu aukið eft­ir­spurn og valdið verðbólguþrýst­ingi.

Nú 1. apríl losnuðu kjara­samn­ing­ar aðild­ar­fé­laga Banda­lags há­skóla­manna (BHM) og í frétt á vis­ir.is 25. mars sl. kem­ur fram hjá for­manni BHM að ólík­legt sé að öll 24 aðild­ar­fé­lög­in gangi sam­an til viðræðna. Í frétt frá 14. des­em­ber sl. á vef Banda­lags starfs­manna rík­is og bæja, www.bsrb.is, er fjallað um kjara­mál, launaþróun og kjara­töl­fræði í tengsl­um við út­gáfu skýrslu kjara­töl­fræðinefnd­ar (KTN), sem heyr­ir und­ir fé­lags- og barna­málaráðherra. Þar kem­ur fram, sem SA hef­ur m.a. fjallað ít­rekað um, að hækk­un grunn­tíma­kaups hafi í heild numið 27,2% á tíma­bil­inu mars 2019 til nóv­em­ber 2022. Hækk­un­in var minnst á al­menna vinnu­markaðnum eða 25,9%. Hjá rík­inu hækkaði grunn­tíma­kaup hins veg­ar um 27,9%. Hækk­un­in reynd­ist svo mest hjá sveit­ar­fé­lög­um þar sem grunn­tíma­kaupið hækkaði um 35,9%, hjá Reykja­vík­ur­borg 33,7%. Sam­fylk­ing­in er ekki sak­laus af því.

Þegar Íslend­ing­ar búa sig und­ir vet­ur­inn þekkja þeir það flest­ir að líta verður til baka, læra af reynsl­unni og meta bæði menn og nátt­úru til að kunna að bregðast við hinu fyr­ir­séða enda hið óvænta ávallt af­brigði frá því. Hvað rík­is­stjórn­ina áhrær­ir virðist engu að treysta og skipt­ir litlu hvort full­trú­ar þess­ara flokka sitji þar eða í sveit­ar­stjórn­um. Verðbólg­an varð til í tíð þeirra ráðherra sem nú sitja í rík­is­stjórn, er af þeirra völd­um, og ekki séð að ný fjár­mála­áætl­un geti snúið þar við blaðinu.

Sé litið til heild­ar­tekna og -gjalda hins op­in­bera 2023 og árin þar á und­an hafa gjöld verið um­fram tekj­ur. Á síðasta ári námu tekj­ur 43,1% af vergri lands­fram­leiðslu en gjöld 45,1%. Hið op­in­bera eyðir því meiru en það afl­ar. Hvað þýðir það? Það þýðir ósjálf­bærni í rekstri hins op­in­bera, ábyrgðarleysi við stjórn efna­hags­mála og eng­in fyr­ir­hyggja í pen­inga­mál­um. Skuld­um er velt áfram á kom­andi kyn­slóðir. Á sama tíma sjóðhitn­ar fast­eigna­markaður­inn og kerfið reyn­ist mátt­laust. At­hugið að Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stýra lands­mál­un­um ásamt VG sem og fjölda sveit­ar­stjórna.

„Aðhaldið“ sem boðað er í þess­ari ólán­sömu fjár­mála­áætl­un er sagt nema ein­um 25 millj­örðum króna. Þrátt fyr­ir það virðist ekk­ert lát vera á rík­is­út­gjöld­un­um enda ekki séð að halla­rekstri verði hætt fyrr en árið 2028 sam­kvæmt áætl­un­inni.

Hver og einn ráðherra, m.a. vegna sam­stöðu- og sam­ráðsleys­is í þriggja flokka hræðslu­banda­lagi, kaf­ar ofan í vasa skatt­greiðenda og tel­ur að enda­laust sé hægt að segja al­menn­ingi ósatt um óráðsí­una. Hvers vegna er t.a.m. ætl­un­in að fara í fok­dýra fram­kvæmd við borg­ar­línu? Þessi fram­kvæmd er ekki tíma­bær, hún tef­ur um­ferð og skap­ar bæði al­menn­ingi og at­vinnu­lífi bein­an og óbein­an kostnað. Ann­ar kost­ur er í boði. Þessi áform öll eru ekki aðhalds­áform held­ur geta bein­lín­is reynst fjár­hags- og efna­hags­lega skaðleg.

Gerð fjár­laga var breytt með lög­um um op­in­ber fjár­mál nr. 123/​2015 og tóku gildi 1. janú­ar 2016. Um­gjörðin öll var þá tal­in til bóta og m.a. reiknað með aðhaldi svo ekki þyrfti að setja fjár­auka­lög því það yrði „nóg til“ ef eitt­hvað al­var­legt bjátaði á. Var svo m.a. þegar tveim­ur millj­örðum króna var ráðstafað úr gal­opn­um vara­sjóði án reglu­gerðar í rán­dýr­an leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins?

Höf­und­ur er odd­viti Miðflokks­ins í Mos­fells­bæ