Fréttabréf Miðflokksins

7. febrúar 2018  


Miðflokkurinn kominn með þak yfir höfuðið

 

Miðflokkurinn hefur komið sér vel fyrir á jarðhæðinni á Suðurlandsbraut 18 fram yfir sveitarstjórnarkosningar, þar sem er vítt til veggja og nægt húsnæði til undirbúningsvinnu félaga vegan kosninga, fundahalda og skemmtana.
Í tilefni af því býður Miðflokkurinn til opnunarhófs á Suðurlandsbrautinni föstudaginn 9. febrúar milli klukkan 19 og 21. Allir eru hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Vorfundur Flokksráðs Miðflokksins 2018

 

Fyrsti fundur flokksráðs Miðflokksins verður haldinn að Suðurlandsbraut 18 (jarðhæð) þann 10. febrúar n.k. frá kl. 11:00 til 17:00.

Ræða formanns flokksins við upphaf fundarins verður send beint út á facebook síðu Miðflokksins: http://facebook.com/midflokkur

Flokksráð fer með æðsta vald í málefnum Miðflokksins á milli landsþinga. Fundur Flokksráðs er opinn öllum félagsmönnum en skv. ákvörðun stjórnar Miðflokksins eiga eftirfarandi fulltrúar kjördæmanna tillögu- og atkvæðisrétt á þessum fyrsta fundi flokksráðs:

 • Stjórn Miðflokksins.

 • Stjórnir kjördæmafélaga og formenn deilda sem stofnaðar hafa verið.

 • Þingmenn Miðflokksins.

 • Efstu fimm frambjóðendur á listum flokksins til síðustu alþingiskosninga.

 • Átta aðilar tilnefndir af framkvæmdastjórn.

 • Þrír aðilar tilnefndir af stjórn hvers kjördæmafélags (samtals 15)

Á dagskrá fundarins er m.a.:

 • Ræða formanns Miðflokksins og almennar umræður.

 • Kynning á starfi þingflokks Miðflokksins.

 • Framlagning draga að skipulagi Miðflokksins og skipun laganefndar.

 • Samstarf kjördæmafélaga.

 • Formleg boðun fyrsta landsþings Miðflokksins.

 • Málefnastarf og skipun aðila í málefnanefnd til undirbúnings landsþings.

 • Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 2018.

Allir Miðflokksfélagar eru velkomnir á flokksráðsfund en flokksráðsfulltrúar hafa einir tillögu- og atkvæðisrétt sem áður segir. Félagsmenn sem hyggjast sækja flokksráðsfundinn eru vindamlegast beðnir að senda skráningu á netfangið skraning@midflokkurinn.is til að hægt sé að áætla fjölda.

Drög að dagskrá fundarins eru eftirfarandi:

Dagskrá Flokksráðsfundar Miðflokksins 10. febrúar

 

10:30    Húsið opnar – skráning
11:00    Kosning starfsmanna fundarins
11:05    Ræða formanns Miðflokksins
– Almennar umræður

12:30     Hádegisverðarhlé – Súpa og brauð í boði Miðflokksins.

13:30     Kynning á starfi þingflokks Miðflokksins.
13:45     Drög að skipulagi Miðflokksins – kynning
14:15     Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 2018 – grunnskipulag og tímalína
15:00     Umræður í kjördæmahópum
– drög að skipulagi flokksins
– sveitarstjórnarkosningar

15:45     Kaffihlé

16:00     Samráðsfundur stjórna kjördæmafélaga
16:30     Skipun laganefndar og málefnanefndar. Málum vísað til nefnda.
– Boðun Landsþings Miðflokksins 2018
17:00    Fundarslit og léttar veitingar í boði Miðflokksins

Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga á fullri ferð

 

Starfshópur til að halda utan um miðlægan undirbúning vegan sveitarstjórnarkosninga 2018 hefur tekið til starfa. Verkefni hópsins er að undirbúa sameiginleg framkvæmdaatriði vegna framboða í samráði við kjördæmafélög ásamt því að stýra miðlægri kosningabaráttu flokksins og vera framboðum til aðstoðar. Í hópnum eiga sæti stjórn flokksins, fulltrúar allra kjördæma og starfsmenn flokksins. Formaður hópsins er Gunnar þór Sigbjörnsson. Koma má ábendingum og spurningum til starfshópsins með pósti á kosningastjorn@midflokkurinn.is
Formleg ákvörðun hefur þegar verið tekin um framboð undir merkjum Miðflokksins í Reykjavík og í Hafnarfirði og kjördæmafélög og félagsmenn vinna nú ötullega að undirbúningi framboða í sveitarfélögum í öllum kjördæmum.
Við hvetjum áhugasama um að senda tilkynningu um framboð í Reykjavík á reykjavik@midflokkurinn.is og í Hafnarfirði á hafnarfjordur@midflokkurinn.is og að fylgjast vel með fréttum af framvindu mála í öðrum sveitarfélögum á facebook síðu miðflokksins http://facebook.com/midflokkurinn


Viðburðir framundan

9. febrúar
Opnunarteiti í húsnæði Miðflokksins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík (kl. 19-21)

10. febrúar
Flokksráðsfundur Miðflokksins að Suðurlandsbraut 18 (kl. 11-17)
Húsið opnar kl. 10:30

Vinsamlegast sendið upplýsingar um viðburði framundan á midflokkurinn@midflokkurinn.is til að hægt sé að auglýsa þá í fréttabréfi Miðflokksins, vef og samfélagsmiðlum.