Fréttabréf Miðflokksins

21. desember 2017

 

Fréttir

Miðflokksfélag Suðurkjördæmis stofnað 13. desember.

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis var haldinn á Selfossi þann 13. Desember síðastliðinn. Fjölmenni var á fundinum eins og venja er þegar Miðflokksfólk kemur saman og mikill hugur í fólki um að gera starfið framundan eins skemmtilegt og árangursríkt og frekast er unnt.

Stjórn félagsins og varastjórn var kosin á fundinum en þær skipa Einar G. Harðarson formaður, Óskar H. Þórmundsson, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður, Sverrir Ómar Victorsson, Herdís Hjörleifsdóttir, Sæmundur Jón Jónsson og G. Svana Sigurjónsdóttir.

Kjördæmisfélög Miðflokksins hafa það helsta hlutverk nú í fyrstu að byggja upp félagastarf  og aðstoða við stofnun staðarfélaga í viðkomandi kjördæmi og undirbúa framboð til sveitarstjórna í komandi sveitarstjórnarkosningum vorið 2018.

Bent er á að Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi heldur úti facebook síðu (http://facebook.com/midflokkurinn.is) þar sem fylgjast má með og koma á framfæri fréttum af starfinu í kjördæminu.

 

Miðflokkurinn stendur við stóru orðin – Þingsályktun um að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mælti fyrir fyrsta þingmáli Miðflokksins þann 19. desember s.l.  – þingsályktunartillögu um nýtingu forkaupsréttar ríkisins að hlutabréfum í Arion banka – en allur þingflokkur Miðflokksins stendur að tillögunni. Eins og flestir muna var nýting forkaupsréttarins hluti af kosningastefnu Miðflokksins um endurskipulagningu fjármálakerfisins og tillagan er því lögð fram nú til að fylgja stefnu flokksins eftir.

Skv. tillögunni er fjármála- og efnahagsráðherra falið fyrir hönd ríkisvaldsins að nýta forkaupsrétt ríkisins að hlutabréfum í Arion banka vegna sölu á tæplega 30% hlut í bankanum til erlendra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs.

Hægt er að fylgjast með framvindu málsins á Alþingi hér.

Miðflokkurinn mun á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mikilvæg mál á Alþingi til að fylgja fast eftir þeirri stefnu sem mörkuð var og kynnt fyrir kosningarnar 2017.

 

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis haldinn í janúar

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis verður haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2018. Staðsetning fundarins verður auglýst síðar, m.a. á vef og facebook síðu Miðflokksins. Á dagskrá fundarins verður meðal annars skipun bráðabirgðastjórnar kjördæmafélagsins.

Gestir fundarins verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður.

 

Stöðugar skráningar í Miðflokkinn.

Á nýjum vef Miðflokksins (http://midflokkurinn.is) er boðið upp á að fólk geti skráð sig í flokkinn í gegn um vefinn. Það er mjög ánægjulegt að skráningar berast daglega, bæði í gegn um vefinn og með tölvupósti á midflokkurinn@midflokkurinn.is. Við hvetjum félagsmenn til að benda áhugasömum á þessar leiðir til að skrá sig, fá upplýsingar og taka þátt í starfinu.

Á næstu vikum munum við hafa samband við skráða félagsmenn í þeim tilfellum þar sem einhverjar upplýsingar vantar upp á fulla skráningu, s.s. netfang, til að tryggt sé að upplýsingar um starfið berist til allra félagsmanna.


Þingmenn Miðflokksins ræða stefnuræðu forsætisráðherra

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fóru fram á Alþingi að kvöldi 14. desember s.l. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson og Anna Kolbrún Árnadóttir tóku til máls í umræðunni fyrir hönd Miðflokksins. Hér að neðan má finna tengla til að lesa og horfa á ræður þingmana Miðflokksins:

Lesa ræðurnar:

Lesa ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Lesa ræðu Birgis Þórarinssonar

Lesa ræðu Önnu Kolbrúar Árnadóttur

Horfa á ræðurnar:

Horfa á ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Horfa á ræðu Birgis Þórarinssonar

Horfa á ræðu Önnu Kolbrúar Árnadóttur


Nýlegar greinar

 Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir
Anna Kolbrún Árnadóttir

Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.
Smellið til að lesa…

Breið samstaða eða eldfim púðurtunna?
Vilborg G. Hansen

Ný ríkisstjórn er sögð byggja á breiðri samstöðu frá hægri til vinstri og yfir miðju.  Það er hamrað á því að slíkt sé ráðlegt nú þar sem nauðsynlegt sé að hafa breiða samstöðu um stór mál í samfélaginu. En er þetta breið samstaða?  Fyrir mér er þessi ríkisstjórn mun líkari eldfimri púðurtunnu en breiðri samstöðu og þar vísa ég til baklands Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.
Smellið til að lesa…

Óveðursský yfir Jerúsalem
Birgir Þórarinsson

Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum.
Smellið til að lesa…

 

Viðburðir framundan

10. janúar 2018

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis
Staðsetning auglýst síðar

 

Vinsamlegast sendið upplýsingar um viðburði framundan á midflokkurinn@midflokkurinn.is til að hægt sé að auglýsa þá í fréttabréfi Miðflokksins, vef og samfélagsmiðlum.

Smelltu læk á Miðflokkinn á facebook: http://fb.me/midflokkur og taktu þátt í umræðunni.
Þú getur líka lesið fréttabréfið á vef Miðflokksins
http://midflokkurinn.is/frettabref

Viltu ekki fá þetta fréttabréf? Sendu póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is og láttu okkur vita!