9. nóvember, 2018

Flokksráðsfundur Miðflokksins 

Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn á Hótel KEA á Akureyri þann 3. nóvember, 2018.

Flokksráð fer með æðsta vald í málefnum Miðflokksins á milli landsþinga.  Stjórn flokksins ákvað að þessu sinni að öllum félagsmönnum væri heimilt að sitja fundinn en aðeins þeir sem eiga sæti í flokksráði gátu greitt atkvæði á fundinum.

Fundarstjórar voru Hannes Karlsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.

Fundarritarar voru Gerður Jónsdóttir og Hlynur Jóhannsson.

Skipað var í Málefnanefnd, Lagaráð og Trúnaðarráð flokksins.

 Málefnanefnd Miðflokksins:

Gunnar Már Gunnarsson og Sigrún Gísladóttir Bates, Suðurkjördæmi

Jón Hjaltalín Magnússon og Linda Jónsdóttir, Reykjavík

Guðmunda Vala Jónasdóttir og Hólmgeir Karlsson, Norðausturkjördæmi

María Ósk og Jóhannes Björn, Norðvesturkjördæmi

María Grétarsdóttir og Geir Þorsteinsson, Suðvesturkjördæmi

Lagaráð Miðflokksins:

Skúli Sveinsson

Bergþór Ólason

Jakobína Agnes Valsdóttir

Einar Birgir Kristjánsson

Anna Kolbrún Árnadóttir

Trúnaðarráð Miðflokksins:

Guðmundur Þorgrímsson

Bjarney Grendal Jóhannesdóttir

Ræða formanns frá Flokksráðsfundinum er aðgengileg á facebook síðu Miðflokksins: http://facebook.com/midflokkur

Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á Hótel KEA.  Það var Kjördæmisfélag Norðausturkjördæmis sem sá um skemmtiatriðin og Sverrir Ómar Victorsson var DJ kvöldsins.  Eftir mat og skemmtun var dansað fram á nótt að hætti Miðflokksmanna og voru gestir sammála um að mikil samstaða, gleði og orka hafi einkennt fundinn.

Þinghald liðinnar viku

Í liðinni viku var mikið að gera hjá þingmönnum okkar á Alþingi. Þingmenn okkar voru með átta dagskrármál á þingfundi vikunnar, bæði þingsályktunartillögur og frumvarp til laga. Einnig mátti sjá þingmenn okkar vera duglega að taka til máls í störfum þingsins og óundirbúnum fyrirspurnum.

Þingmannamál

Birgir Þórarinsson mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið. Frumvarpið má lesa hér.

Anna Kolbrún Árnadóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að lækka eldsneytiskostnað í millilandaflugi. Þingsályktunartillöguna má lesa hér. 

Sigurður Páll Jónsson mælti fyrir tveimur þingsályktunartillögum í vikunni. Annars vegar mælti hann fyrir tillögu um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar-og Egilsstaðaflugvelli. Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

Hinsvegar mælti hann fyrir tillögu um auðlindir og auðlindagjöld. Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

Þorsteinn Sæmundsson mælti fyrir fjórum frumvörpum til laga í vikunni, þau frumvörp eru:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku. Frumvarpið má lesa hér.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsamanna ríkisins.  Frumvarpið má lesa hér.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lög um einkahlutafélög (kennitöluflakk). Frumvarpið má lesa hér.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir). Frumvarpið má lesa hér.

Störf þingsins

Í liðnum störfum þingsins í vikunni tóku til máls Birgir Þórarinsson og Þorsteinn Sæmundsson.

Birgir Þórarinsson fjallaði þar um strand flutningaskips við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi og þakkaði þar sérstaklega björgunaraðilum fyrir störf sín.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um stýrivaxtahækkun Seðlabankans fyrr í vikunni.

Óundirbúnar fyrirspurnir

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tvisvar til máls og spurði þar í fyrra skipti utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB og í seinna skiptið spurði hann ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra einnig um þriðja orkupakkann.

Skráningar í Miðflokkinn

Á vef Miðflokksins (www.midflokkurinn.is) er boðið upp á að fólk geti skráð sig í flokkinn. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is.

Við hvetjum félagsmenn til að benda áhugasömum á þessar leiðir til að skrá sig, fá upplýsingar og taka þátt í starfinu.

Categories: FréttabréfFréttir