Fréttabréf Miðflokksins, föstudaginn, 22. febrúar 2019Flokksráðsfundur Miðflokksins

Fyrirhugað er að halda flokksráðsfund Miðflokksins þann 30. mars, 2019 í Suðvesturkjördæmi.

Nánari upplýsingar munu koma þegar nær dregur.  Takið daginn og kvöldið frá!Opnun skrifstofu Miðflokksins

Laugardaginn 2. mars verður formleg opnun skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 milli kl. 10:00-13:00.  

Léttar kaffiveitingar verða á boðstólnum.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Smelltu hér til að skrá þig og lesa nánar um þennan viðburð.

UNGIR X-M

Það er gaman að segja frá því að ákveðið hefur verið að stofna ungliðahreyfingu innan Miðflokksins.

Fyrsti formlegi fundurinn þeirra verður haldin helgina 2.-3. mars n.k. á höfuðborgarsvæðinu.  Við hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu að mæta.  Nánari upplýsingar um fundinn verða auglýstar í næstu viku.

Áhugasamir geta einnig haft samband við eftirfarandi fulltrúa UNGIR X-M:

Sverrir Ómar Victorsson, Karl Liljendal Hólmgeirsson, Lovísa Líf Jónsdóttir, Örn Bergmann Jónsson, Bjartur Rúnarsson, Steinunn Anna Baldvinsdóttir.Kaffispjall hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar

Á morgun laugardaginn, 23. febrúar kl. 12:00 stendur Miðflokksfélag Hafnarfjarðar fyrir léttu kaffispjalli að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Gestur fundarins er Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis.  Gunnar Bragi mun flytja stutt erindi og eftir það er orðið laust.

Léttar kaffiveitingar í boði.  Allir velkomnir!

Smelltu hér til að lesa nánar um þennan viðburð.Vigdís og Baldur fara yfir borgarmálin  

Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:00 verða Vigdís Hauksdóttir og Baldur Borgþórsson með opinn fund á skrifstofu Miðflokksins, Hafnarstræti 20 (2. hæð).  Þau munu fara yfir og ræða stöðu mála í Reykjavík og af nógu er að taka!

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Smelltu hér til að lesa nánar um þennan viðburð.Miðflokksdeild Þingeyinga stofnuð

Stofnfundur Miðflokksdeildar Þingeyinga var haldinn á Húsavík, laugardaginn 16. febrúar.  Þingmenn kjördæmisins, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, voru gestir fundarins og formaður Miðflokksins ávarpaði fundinn sem var afar vel sóttur.

Miðflokksdeild Þingeyinga er 15. deildin sem stofnuð er á þeim 16 mánuðum sem Miðflokkurinn hefur starfað.  Vel gert!

Í stjórn félagsins sitja:

Kristjana Bergsdóttir

Sævar Veigar Agnarsson

Tryggvi Berg Friðriksson

Jónas Aðalsteinn Sævarsson

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir


Vetrarþing ÖSE

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður er nú staddur í Vínarborg á Vetrarþingi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem fram fer dagana 21 og 22 febrúar í Hofburg Congress Centre í Vínarborg.

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skammstafað ÖSE, er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1973.  56 ríki frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku eiga aðild að stofnuninni.

 Markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og sam­vinnu aðilda­r­landanna og standa vörð um virðingu fyrir mann­­réttindum. Á leiðtogafundi ÖSE vorið 1990 var gefin út svonefnd Parísar­yfirlýsing sem m.a. kvað á um að stofna skyldi formlegan vettvang fyrir þingmenn til að koma saman einu sinni á ári.

Þingið er skipað 320 fulltrúum og þar af á Alþingi þrjá. Hlutverk ÖSE-þingsins er m.a. að meta árangurinn af starfi ÖSE, ræða mál sem eru á dagskrá leiðtogafunda ÖSE og koma ályktunum þingsins á framfæri við þá, þróa leiðir til að koma í veg fyrir ágreining milli ríkja og stuðla að eflingu lýðræðislegra stofnana í ÖSE-ríkjunum. Þá hefur kosningaeftirlit verið eitt helsta verkefni þingsins frá upphafi og hefur sú starfsemi aukist mjög að umfangi síðustu ár í samvinnu við aðrar fjölþjóða­stofnanir.Hér koma fréttir af þingstörfunum í liðinni viku:

Óundirbúinn fyrirspurnartími var á sínum stað á mánudaginn. Bergþór Ólason tók þar þátt og spurði forsætisráðherra um nýtingu fjármuna í væntanlegum þjóðarsjóði.Á mánudaginn var einnig sérstök umræða um fjarlækningar.

Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson tóku þátt í umræðunum.Á þriðjudaginn tók Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir til máls í störfum þingsins.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi þar um kjör bankastjóra Landsbankans.

Anna Kolbrún ræddi þar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum þeirra sem fæðast með klofinn góm eða vör.Á þriðjudaginn var einnig sérstök umræða um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þátt í þeirri umræðu.Í störfum þingsins á miðvikudaginn tóku þrír þingmenn þátt, þeir Sigurður Páll Jónsson, Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigurður Páll ræddi þar um rafsígarettur.

Birgir Þórarinsson ræddi um kerfisbundinn launaþjófnað á vinnumarkaðinum.

Sigmundur Davíð ræddi um stöðuna á vinnumarkaðinum.Birgir Þórarinsson flutti frumvarp sitt um fæðingar- og foreldraorlof á miðvikudaginn sem gekk í kjölfarið til velferðarnefndar.Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fjármála- og efnahagsráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum.