Fréttabréf Miðflokksins 8. mars, 2019AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS SUÐURKJÖRDÆMIS

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis verður haldinn á morgun, laugardaginn 9. mars, 2019 á Papas Pizza að Hafnargötu 7a í Grindavík, kl. 16:00.  Venjuleg aðalfundarstörf.

Gestir fundarins verða þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason og bæjarfulltrúarnir Didda Hólmgrímsdóttir og Tómas Ellert Tómasson.

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.

Mynd frá Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi.OPIÐ HÚS HJÁ MIÐFLOKKSFÉLAGI HAFNARFJARÐAR

Á morgun, laugardaginn 9. mars verður opið hús hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar í húsnæði félagsins að Hjallahrauni 9, kl. 10:00-12:00. 

Félagsmenn eru hvattir til að líta við og taka þátt í léttu spjalli.   Kaffi á könnunni og allir velkomnir!FUNDUR Í NORRÆNA HÚSINU
DÝRALYF – FÁKEPPNI OG FJARLÆGÐIR

Ófullnægjandi vinnubrögð við frumvarp til lyfjalaga!

Þriðjudaginn, 12. mars kl. 12:00-13:30 boða stjórnir Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík til fundar í Norræna Húsinu.  Efni fundarins er frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum.

Fummælendur eru:

Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands

Einar Magnússon, fyrrverandi lyfjamálastjóri í velferðaráðuneytinu og áður heilbrigðisráðuneytinu

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður í Velferðarnefnd Alþingis.

Smelltu hér til að skrá þig á þennan viðburð.AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur er fyrirhugaður þann 26. mars n.k.  Nánari upplýsingar um fundinn verða birtar um leið og þær berast.#METOO OG STJÓRNMÁLIN

Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 18. mars.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00.

Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan morgunverð.

Markmið fundarins er að ræða #metoo og stjórnmálin.
Sérstakur gestur á morgunverðarfundinum verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), sem kynnir afar áhugaverða skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum í Evrópu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi þar sem 85% þingkvenna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu upplifað einhvers konar kynbundið, andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í flestum tilvikum skortir jafnframt vettvang þar sem konur geta tjáð sig um ofbeldið sem þær verða fyrir. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem alþjóðasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims.

Streymt verður beint frá fundinum.  

Smelltu hér til að skrá þig á þennan viðburð og lesa nánar um dagskrá fundarins.

Mynd frá Vinstrihreyfingin - grænt framboð.
FRÉTTIR AF ÞINGINU

Á mánudaginn var óundirbúinn fyrirspurnartími.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra um stöðuna á vinnumarkaðnum.


Á þriðjudaginn voru störf þingsins þar sem Þorsetinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson tóku til máls.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um MND-sjúkdóminn.


Birgir Þórarinsson ræddi um stjórnsýslu Seðlabanka Íslands varðandi gjaldeyriseftirlitið.


Á þriðjudag var umræða um skýrslu dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið.

Karl Gauti Hjaltason, Birgir Þórarinsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku til máls fyrir hönd flokksins.

Karl Gauti Hjaltason:

Birgir Þórarinsson:

Þorsteinn Sæmundsson:

Á þriðjudaginn var einnig sérstök umræða um málefni lögreglunnar.  Málshefjandi var Þorsteinn Sæmundsson og Karl Gauti Hjaltason tók einnig til máls.

Þorsteinn Sæmundsson:

Karl Gauti Hjalstason:


Á miðvikudag tók Þorsteinn Sæmundsson til máls í störfum þingsins.  Þar ræddi hann um opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni.


VARAÞINGMAÐUR TEKUR SÆTI Á ALÞINGI

Fimmtudaginn 7. mars, tók Valgerður Sveinsdóttir, varaþingmaður, sæti á Alþingi í fyrsta skipti, í fjarveru Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns.  

Valgerður flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi þann sama dag er hún tók til máls í sérstökum umræðum um efnahagslega stöðu íslenskra barna.

Þingfundur byrjaðir á því að Valgerður Sveinsdóttir undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.

Valgerður flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi á fimmtudag.  Hún tók þar þátt í sérstökum umræðum um efnahagslega stöðu íslenskra barna og flutti þar tvær ræður.

Ræður Valgerðar Sveinsdóttur, varaþingmanns:Á fimmtudaginn tók Birgir Þórarinsson þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma, þar sem hann spurði utanríkisráðherra um innflutning á hráu kjöti.
HEIMSÞING UN WOMEN Í NEW YORK

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins er nú á leiðinni til New York þar sem hann verður fulltrúi Miðflokksins á heimsþingi UN WOMEN.  Nánar verður fjallað um heimsþingið í næsta fréttabréfi.

Banner: CSW63, The sixty-third session of the Commission on the Status of Women, 11-22 March 2019GREINAR ÞINGMANNA MIÐFLOKKSINS Í MORGUNBLAÐINU Í VIKUNNI

Í vikunni birtist pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson í Morgunblaðinu.  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA GREININA.


Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Sigurð Pál Jónsson um rafsígarettur.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA GREININA.ATVINNUVEGANEFND Í NOREGI

Í byrjun vikunnar fór atvinnuveganefnd Alþingis í heimsókn til Noregs til að kynna sér fiskeldi í Noregi.  Þingmennirnir okkar, þeir Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson sitja í nefndinni fyrir Miðflokkinn.

Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins eru í Noregi.ÞINGMENN MIÐFLOKKSINS Á LAUGARVATNI

Í gær fóru þingmennirnir okkar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson á Laugarvatn þar sem UMFÍ og Bláskógabyggð undirrituðu samning um íþróttamiðstöðina á Laugarvatni, en UMFÍ mun flytja ungmenna- og tómstundabúðir sínar þangað í sumar.

Frá vinstri:  Helgi Kjartansson oddviti, Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri,  Haukur Valtýsson formaður UMFÍ, Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Að lokum óskum við öllum konum til hamingju með daginn, en í dag föstudaginn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.