FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 8. FEBRÚAR, 2019

KJÖRDÆMAVIKA  

OPNIR FUNDIR Á KJÖRDÆMAVIKU MIÐFLOKKSINS

Í næstu viku hefst kjördæmavika þar sem þingmenn okkar verða á ferð og flugi um landið.  Þar gefst fólki tækifæri til að hitta þingmenn flokksins og ræða málin.  Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á Facebook síðu Miðflokksins – þar verða auglýstir fleiri opnir fundir á næstu dögum.ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR – REYKJAVÍK 

Opinn fundur með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Allir hjartanlega velkomnir.MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR – GRINDAVÍK 

Opinn fundur með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Allir hjartanlega velkomnir.FRÉTTIR AF ÞINGSTÖRFUM

SAMGÖNGUÁÆTLUN 2019 – 2023

Í vikunni var rætt um samgönguáætlun á Alþingi og var kosið um áætlunina. Þingmennirnir okkar tóku virkan þátt í umræðunni.

Samgönguáætlun var samþykkt en Miðflokkurinn telur að nauðsynlegt sé að ráðast í raunverulegt átak í samgöngum.  Miðflokkurinn mun aldrei samþykkja nýja gjaldtöku um vegtolla öðruvísi en að önnur gjöld verði lækkuð á móti.  Fyrir því þarf að liggja skýrt loforð stjórnvalda.

Hér má sjá samgönguáætlunina til fimm ára í heild sinni.

Smelltu hér til að sjá samgönguáætlunina til tíu ára í heild sinni.

STAÐA ÍSLANDS GAGNVART ESB

SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON

Á mánudaginn var óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra um stöðu Íslands gagnvart ESB.VANDI UNGS FÓLKS Á HÚSNÆÐISMARKAÐI

ANNA KOLBRÚN ÁRNADÓTTIR OG ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Sérstök umræða var einnig á dagskrá á mánudaginn um vanda ungs fólks á húsnæðismarkaði.  Anna Kolbrún Árnadóttir og Þorsteinn Sæmundsson tóku til máls undir þeim lið.STAÐA ÍSLANDSPÓSTS

ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Á þriðjudaginn voru störf þingsins á dagskrá.  Þorsteinn Sæmundsson tók til máls um stöðu Íslandspósts.ÓBREYTTIR STÝRIVEXTIR SEÐLABANKANS

ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Á miðvikudaginn voru störf þingsins á dagskrá þar sem Þorsteinn Sæmundsson ræddi þar um óbreytta stýrivexti Seðlabankans.KRAFA MIÐFLOKKSINS UM LÆKKUN ALMENNRA AKSTURSTENGDRA GJALDA UM LEIÐ OG VEGGJÖLD VERÐA SETT Á

ANNA KOLBRÚN ÁRNADÓTTIR 

Anna Kolbrún Árnadóttir tók einnig til máls í störfum þingsins á miðvikudaginn og ræddi um samgönguáætlun og þá kröfu um að lækkun almennra aksturstengdra gjalda verði um leið og veggjöld verði sett á.
STAÐA IÐNNÁMS Á ÍSLANDI

ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn spurði Þorsteinn Sæmundsson mennta- og menningarmálaráðherra um stöðu iðnnáms.GILDI NÝSKÖPUNAR FYRIR ÍSLENSKT SAMFÉLAG

GUNNAR BRAGI SVEINSSON OG ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Á fimmtudaginn var einnig sérstök umræða á dagskrá um gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag.  Þorsteinn Sæmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson tóku þar til máls.

Þorsteinn Sæmundsson:


Gunnar Bragi Sveinsson:MEÐFERÐ SAKAMÁLA (BANN VIÐ MYNDATÖKUM OG HLJÓÐUPPTÖKUM Í DÓMHÚSUM)

ÞORSTEINN SÆMUNDSSON

Þorsteinn Sæmundsson mælti fyrir frumvarpi sínu um Meðferð sakamála (bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum).  Frumvarpið gekk í kjölfarið til allsherjar- og menntamálanefndar.