Fréttabréf Miðflokksins 5. apríl, 2019


Vetrarfundur flokksráðs Miðflokksins var haldinn þann 30. mars s.l. í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ.  Fjölmenni var á fundinum og mættu yfir 100 flokksmenn, alls staðar að af landinu.

Fundarstjórar voru Una María Óskarsdóttir og María Grétarsdóttir.  Fundarritarar voru Einar Baldursson og Bjarney Grendal Jóhannsdóttir.

Stjórnmálaályktun Miðflokksins má lesa hér.

Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar byrjar á 11. mínútu á myndskeiðinu.

  Smellið hér til að sjá fleiri myndir af fundinum.

Um kvöldið var glæsilegt kvöldverðarhóf í veislusalnum Garðaholti þar sem veislustjórinn Sigga Kling fór á kostum og veislugestir skemmtu sér fram eftir kvöldi.

Myndirnar úr kvöldverðarhófinu eru birtar með góðfúslegu leyfi Snorra Þorvaldssonar, ljósmyndara.


PÁSKABINGÓ MIÐFLOKKSFÉLAGS HAFNARFJARÐAR

Mynd frá Miðflokkurinn í Hafnarfirði.

Á sunnudaginn verður páskastemmning hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar, en þá verður páskabingó kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Páskaegg og fleiri góðir vinningar og glaðningur fyrir alla krakka sem ekki fá vinning.  Allir velkomnir!


TIL RÓTTÆKRAR SKOÐUNAR – HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

Mynd frá Til róttækrar skoðunar - opnir fundir.

Við vekjum athygli á opnum fundi á morgun, laugardaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um hvað felst í Orkupakka 3.  Fundurinn verður í Safnahúsinu Hverfisgötu kl. 12:00.


FRÉTTIR AF ÞINGINU

Mánudagurinn 1. apríl.

Á mánudaginn var óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason tóku til máls.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra um fyrirvara við þriðja orkupakkann.

Bergþór Ólason spurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kostnað við smíði nýs Herjólfs.1. umræða um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands var á dagskrá, Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku þátt í þeirri umræðu.

Ólafur Ísleifsson.

Þorsteinn Sæmundsson.Þriðjudagurinn 2. apríl.

Á þriðjudaginn byrjaði þingfundur á störfum þingsins. Karl Gauti Hjaltason og Þorsteinn Sæmundsson tóku þar til máls.

Karl Gauti ræddi um skimanir á ristilkrabbameini.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um kjarasamningana.

Sérstök umræða var um skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna eldri borgara og öryrkja. Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku þátt í þeirri umræðu.

Ólafur Ísleifsson.

Þorsteinn Sæmundsson.

1. umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (innflutningur búfjárafurða). Þingmenn Miðflokksins tóku virkan þátt í umræðunni. Umræðuna má sjá hér.

Síðasta mál á dagskrá þingfundar á þriðjudaginn var frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 1515/1996, með síðari breytingum (stjórn veiða á makríl)

Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt í þeirri umræðu.

Sigurður Páll Jónsson.

Karl Gauti Hjaltason.

Miðvikudagur og fimmtudagur í þessari viku voru nefndardagar og því enginn þingfundur þá daga.


GREINAR OG PISTLAR

Á þriðjudaginn birtist pistill eftir Þorstein Sæmundsson í Morgunblaðinu.


Í Víkurfréttum birtist grein eftir Birgi Þórarinsson í vikunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í Bítinu á Bylgjunni á mánudaginn og ræddi þar meðal annars Orkupakka 3.  Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.


Anna Kolbrún Árnadóttir var í Bítinu á Bylgjunni á miðvikudaginn að ræða þingsályktunatillögu sína um aðgengi að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins í útlöndum.  Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.Categories: FréttabréfFréttir