23. nóvember, 2018


Opnun skrifstofu Miðflokksins 1. desember
Laugardaginn 1. desember,  kl. 16:00–18:30, mun Miðflokkurinn formlega opna nýtt skrifstofuhúsnæði að Hafnarstræti 20 á 2. hæð (gengið inn við hliðina á Te & Kaffi)

Boðið verður uppá léttar veitingar.  Allir velkomnir!Opið hús á Alþingi á fullveldisdaginn 1. desember

Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland öðlaðist fullveldi verður efnt til fullveldishátíðar laugardaginn, 1. desember, 2018.   Fjölbreyttir viðburðir ætlaðir almenningi verða í helstu menningarstofnunum þjóðarinnar og hátíðarhöld víða um landið.  Meðal annars verður Alþingishúsið opnað almenningi kl. 13:30 og munu forseti Alþingis og þingmenn taka á móti gestum til kl. 18:00. 

Það er því tilvalið að fara í skoðunarferð um Alþingishúsið og kíkja svo við á nýju skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 og þiggja léttar veitingar.

Upplýsingar um viðburðinn má finna hér á vef fullveldisafmælisnefndar.


Kaffispjall Miðflokksins 5. desember

Þann 5. desember kl. 16:00-18:00 verður kaffispjall á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20.  Allir hjartanlega velkomnir að koma og spjalla yfir kaffibolla.

Ný stjórn í Miðflokksfélagi Norðvesturkjördæmis

Ný stjórn hefur tekið við í Miðflokksfélagi Norðvesturkjördæmis.

María Ósk Óskarsdóttir, formaður

Jóhannes Björn Þorleifsson, ritari

Anna Halldórsdóttir, gjaldkeri

Aðrir stjórnarmeðlimir eru Steinþór Árnason og Guðbrandur Björgvinsson.

Varamenn í stjórninni eru Ragnar Rögnvaldsson, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Maríanna Eva Ragnarsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga eru Jón Þór Þorvaldsson og Óli Jón Gunnarsson.Stofnfundur Miðflokksdeildar Rangárvallasýslu

Stofnfundur Miðflokksdeildar Rangárvallasýslu verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, laugardaginn 24. nóvember kl. 10:30.

Gestur fundarins verður Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Allir velkomnir!

Hér má sjá upplýsingar um viðburðinn á facebook.Opið hús hjá Miðflokksfélagi Akureyrar og nágrennis

Við minnum á opið hús á morgun, laugardaginn 24. nóvember,                    kl. 11:00–13:00 í Norðurslóðasetrinu, Strandgötu 53, Akureyri.

Dægurmálin verða rædd og heitt verður á könnunni. 

Allir velkomnir! 

Stjórn Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis.Aðrir viðburðir í desember – takið daginn frá 😊

8. desember:  Jólagleði Miðflokksfélags Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis (tími og nánari dagskrá auglýst síðar)

12. desember:  Kaffispjall Miðflokksins kl. 16:00-18:00

16. desember:  Leikur Liverpool vs. Manchester United verður sýndur á skjá á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 kl. 16:00

18. desember:  Hádegis Kaffispjall frá kl. 11:00-13:00

Nánari upplýsingar um þessa viðburði koma í næsta fréttabréfi.

Í desember verður skrifstofa Miðflokksins að Hafnarstræti 20 opin frá kl. 9:00–14:00, alla virka daga.  Síminn á skrifstofunni er 555-4007.Fjárlög 2019

Það var mikið að gera á Alþingi í vikunni, þar sem 2. umræða fjárlaga kláraðist og atkvæðagreiðsla fór fram um fjárlögin og breytingartillögur við frumvarpið. Allir þingmenn Miðflokksins töluðu fyrir breytingartillögum Miðflokksins í umræðunni um fjárlög. Ræður þingmanna má sjá hér.

Birgir Þórarinsson

Gunnar Bragi Sveinsson

Anna Kolbrún Árnadóttir

Þorsteinn Sæmundsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Bergþór Ólason

Sigurður Páll JónssonÓundirbúinn fyrirspurnartími

Sigurður Páll Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma í vikunni.

Sigurður Páll spurði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu bænda.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra um gjaldskrárhækkanir.Störf þingsins

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í störfum þingsins í vikunni og ræddi þar um bakteríur í innfluttu grænmeti.Greinar frá þingmönnum

Grein eftir Þorstein Sæmundsson birtist á vef Fréttablaðsins um síðustu helgi.

Grein eftir Sigmund Davíð birtist í Morgunblaðinu í gær.