Fréttabréf Miðflokksins 3. maí, 2019STOFNUN UNGLIÐAHREYFINGAR MIÐFLOKKSINS

Þann 27.apríl var  ungliðahreyfing Miðflokksins
formlega stofnuð og kosið í stjórn félagsins.  Fundurinn fór fram í Hafnarstrætinu þar sem ungliðarhreyfingin hefur aðsetur.  Kosið var í stjórn sem  situr fram að næsta landsþingi.

Kjörnir fulltrúar í stjórn eru : 

Karl Liljendal Hólmgeirsson, formaður
Bjartur Rúnarsson
Þorsteinn Hrannar Svavarsson
Steinunn Anna Baldvinsdóttir
Natalía Sif Stockton Sverrisdóttir
Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir

Þetta eru öflugir fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Miðflokknum og óskum við nýkjörinni stjórn innilega til hamingju!

Frá vinstri:  Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir, Bjartur Rúnarsson, Sverrir Ómar Victorsson, Þorsteinn Hrannar Svavarsson og Natalía Sif Stockton Sverrisdóttir.  Á myndina vantar Karl Liljendal Hólmgeirsson og Steinunni Önnu Baldvinsdóttur.STEFNA MIÐFLOKKSINS Í ÍÞRÓTTUM UNGMENNA OG NÝTINGU FRÍSTUNDAKORTA

Opinn kynningarfundur Miðflokksins í Reykjavík

Miðflokkurinn styður öflugt íþróttastarf í Reykjavík og um land allt. 

Á morgun, laugardaginn 4. maí kl. 10 – 12 stendur Miðflokksfélag Reykjavíkur fyrir opinum kynningarfundi um stefnu Miðflokksins í íþróttum ungmenna og nýtingu frístundarkorta.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal okkar í Hafnarstræti 20, 2. hæð.  Smelltu hér til að skrá þig á fundinn á facebook.

Fundarstjóri: Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara og formaður Handknattleikssambands Íslands 1984-1992.
Frummælendur:
Baldur Borgþórsson
Trausti Harðarson
Una María Óskarsdóttir
Dorota Zaorska

 Allir velkomnir.FUNDUR Á AKUREYRI

Opinn fundur Miðflokksdeildar Akureyrar – Gestir fundarins eru Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson

Á morgun, laugardaginn 4. maí, kl. 11:00-13:00 stendur Miðflokksdeild Akureyrar fyrir fundi í Lionssalnum Skipagötu á Akureyri. 

Gestir fundarins verða alþingismennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson.  Umræðuefnið verður meðal annars málefni eldri borgara.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.  Allir velkomnir!ERUM VIÐ AÐ GLEYMA STRÁKUNUM OKKAR? 

Opinn fundur Miðflokksfélags Mosfellsbæjar um vandamál drengja og ungra karlmanna
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR HAFNARFJARÐAR

Aðalfundur Miðflokksdeildar Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 16. maí, kl. 20:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Dagskrá:  Skýrsla stjórnar, framlagning ársreikninga, kosning stjórnar og önnur mál.

Allir velkomnir.

Myndaniðurstaða fyrir miðflokkurinn í hafnarfirðiVEL HEPPNAÐ 1. MAÍ KAFFI

Miðflokksfélag Reykjavíkur bauð í 1. maí kaffi í Hafnarstrætinu s.l. miðvikudag á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.  Bjart var yfir borginni og góð stemmning hjá Miðflokksfólki.
FRÉTTIR AF ÞINGINU

Mánudagur, 29. apríl

Alþingi kom aftur saman eftir páskahlé á mánudaginn s.l.  Þingfundur byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans:


Þriðjudagur, 30. apríl

Störf þingsins voru fyrst á dagskrá þar sem Birgir Þórarinsson, Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason tóku til máls.

Birgir Þórarinsson ræddi um ofsóknir gegn kristnum:

Sigurður Páll Jónsson ræddi um fréttir dagsins; að Vegagerðin hefði innkallað bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs.

Karl Gauti Hjaltason ræddi um dýpkun Landeyjarhafnar:


Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamnál var einnig á dagskrá.  Gunnar Bragi Sveinsson, Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason tóku þátt í umræðunni.

Gunnar Bragi Sveinsson:

Birgir Þórarinsson:

Bergþór Ólason:


Fimmtudagur, 2. maí

Þingfundur byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma.  Þorsteinn Sæmundsson tók þátt og spurði þar fjármála- og efnahagsráðherra um raforkumarkaðinn og þriðja orkupakkann.


Á dagskrá þingfundar var einnig 2. umræða frumvarps til laga um þungunarrof.  

Anna Kolbrún Árnadóttir flutti nefndarálit frá 1. minnihluta velferðarnefndar:

Umræða um frumvarpið var fram eftir kvöldi og tóku nokkrir þingmenn Miðflokksins til máls.  Hér er umræðan í heild sinni:


Þingfundur byrjaði kl. 10:30 í dag, föstudaginn 3. maí.  Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á vef Alþingis með því að smella hér.GREINAR OG PISTLAR

Pistill eftir Karl Gauta Hjaltason birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. maí.

Mynd frá Miðflokkurinn.Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, skrifaði grein um þriðja orkupakkann sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. maí.

Mynd frá Miðflokkurinn.


Karl Gauti Hjaltason var einnig með grein í Bændablaðinu í gær, 2. maí.


Categories: FréttabréfFréttir