Fréttabréf Miðflokksins 29. mars, 2019


VETRARFUNDUR FLOKKSRÁÐS MIÐFLOKKSINS 2019

Á morgun, laugardaginn 30. mars verður vetrarfundur Flokksráðs Miðflokksins haldinn í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ.

Flokksráðsmenn eru tilnefndir samkvæmt lögum flokksins og hafa tillögu og atkvæðisrétt.  Aðrir flokksmenn sem greiða fundargjaldið mega sitja fundinn samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Ræða formanns verður opin fjölmiðlum, en henni verður einnig streymt beint á facebook síðu Miðflokksins.


DAGSKRÁ:

12:00  Skráning og afhending fundargagna

13:00  Setning fundarins

13:05  Kosning starfsmanna fundarins

13:15  Ræða formanns

14:00  Stjórnmálaályktun kynnt

14:10  Stofnun Ungliðahreyfingar Miðflokksins; Ungir XM

14:30  Umræður

16:30  Fundarslit


Um kvöldið verður glæsilegt kvöldverðarhóf að hætti Miðflokksins í veislusalnum Garðaholti og hefst það kl. 19:00 með fordrykk í boði þingflokksins.

Tengd mynd

Vinsamlegast athugið að drykkir eru ekki seldir á staðnum og þurfa kvöldverðargestir því að koma með drykki með sér, ásamt dansskónum og góða skapinu 🙂


Við hlökkum til að sjá ykkur!


Garðaholt var upphaflega skólahús og þinghús íbúa í Garðahreppi, reist á árunum 1908 – 1911.NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur var haldinn í húsakynnum flokksins þann 26. mars s.l. og var fundurinn vel sóttur.  Á dagskrá voru venjuleg aðafundarstörf ásamt kosningu í stjórn.

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur skipa:

Valgerður Sveinsdóttir, formaður

Kristján Hall, gjaldkeri

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir

Jón Hjaltalín Magnússon

Edith Alvarsdóttir

Varamenn:

Kristín Jóna Grétarsdóttir

Ásta Karen Ágústsdóttir

Jafet Arnar Pálsson

Nýkjörin stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur.
Á myndina vantar Jón Hjaltalín og Kristínu Jónu.AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS SUÐVESTURKJÖRDÆMIS

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis verður haldinn laugardaginn 13. apríl kl. 11:00 í Gerðarsafni í Kópavogi (gengið inn á fyrstu hæð, inn af kaffihúsinu Pure Deli).

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir!

Myndaniðurstaða fyrir gerðarsafn
Gerðarsafn í Kópavogi


FRÉTTIR AF ÞINGINU:

Mánudagurinn, 25. mars.

Þingfundur byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra um fjármálaáætlun og stöðu flugmála:


Einnig voru sérstakar umræður um starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra.  Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason tóku þátt í þeirri umræðu.

Anna Kolbrún Árnadóttir:

Bergþór Ólason:Þriðjudagurinn, 26. mars.

Á þriðjudaginn byrjuðu umræður um fjármálaáætlunina. Þá fjölluðu ráðherrar um sinn málaflokk í fjármálaáætlun og þingmönnum gafst færi á að taka þátt í  umræðunni.

Birgir Þórarinsson tók þátt fyrir hönd flokksins og flutti ræðu þar um fjármálaáætlun:Umræða um fjármálaáætlun hélt áfram fram eftirþriðjudagskvöldi þar sem að ráðherrar fjölluðu um sinn hluta í fjármálaáætlun og þingmenn gátu spurt þá út í áætlunina. Umræðuna má finna hér:


Miðvikudagurinn, 27. mars.

Á miðvikudaginn hélt umræða um fjármálaáætlun áfram. Þar sem ráðherrar fjölluðu um sinn hluta í fjármálaáætlun og þingmenn gátu spurt þá út í áætlunina. Umræðuna má finna hér:


Fimmtudagurinn, 28. mars.

Á fimmtudaginn kláraðist umræðan um fjármálaáætlun þar sem Ólafur Ísleifsson tók þátt fyrir hönd flokksins:BLAÐAGREINAR VIKUNNAR:

Laugardaginn 23. mars birtist pistill eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Morgunblaðinu.


Mánudaginn 25. mars birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason.


Í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands, birtist grein eftir Birgi Þórarinsson í síðustu viku.