Fréttabréf Miðflokksins 26. apríl, 2019

Gleðilegt sumar kæru Miðflokksfélagar og takk fyrir veturinn.

Hér að neðan eru upplýsingar um fundi og viðburði Miðflokksins sem framundan eru á næstunni.

Alþingi kemur aftur saman eftir páskafrí, mánudaginn 29. apríl og hefst þá síðasta lotan á 149. löggjafarþingi.  


STOFNFUNDUR UNGLIÐAHREYFINGAR MIÐFLOKKSINS

Á morgun, laugardaginn 27. apríl verður stofnfundur Ungliðahreyfingar Miðflokksins kl. 16:00 í húsakynnum Miðflokksins að Hafnarstræti 20.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Lög Ungliðahreyfingarinnar kynnt

Embætti kynnt

Ávarp formanns Ungliðahreyfingar Miðflokksins

Ávarp varaformanns Miðflokksins

Almennar umæður

Við hvetjum unga fólkið okkar til að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega starfi. 

Allir velkomnir !AÐALFUNDUR KJÖRDÆMAFÉLAGS NORÐAUSTURKJÖRDÆMIS

Aðalfundur kjördæmafélags norðausturkjördæmis verður haldinn á morgun, laugardaginn 27. apríl kl. 11:00 í Fjalladýrð, Möðrudal.

Dagskráin er eftirfarandi:

Venjuleg aðalfundarstörf

Skýrsla stjórnar

Kosning stjórnar

Kaffi og með því í boði á meðan fundur stendur.


ÖLL UNGMENNI Í ÍÞRÓTTIR

Laugardaginn, 4. maí kl. 10:00-12:00 stendur Miðflokksfélag Reykjavikur fyrir opnum fundi um mikilvægi þess að virkja börn og ungmenni í íþróttir og hreyfingu.  Fundurinn verður haldinn að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Fundarstjóri verður Jón Hjaltalín Magnússon.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Kaffi á könnunni – allir velkomnir !

Mynd frá Miðflokkurinn í Reykjavík.


ERUM VIÐ AÐ GLEYMA STRÁKUNUM OKKAR?

Þriðjudaginn, 7. mai kl 20 stendur Miðflokksfelag Mosfellsbæjar fyrir opnum fundi um vandamál drengja og ungra karlmanna.  Fundurinn verður haldinn í sal Mosverja, skátaheimilinu í Álafosskvos.  Þeir Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og Örlygur Þór Helgason, kennari verða gestir fundarins.

Það vakti athygli sl. haust þegar Karl Gauti Hjaltason ræddi vandamál drengja á Alþingi.  Kom fram í máli hans að drengir virðast eiga undir högg að sækja í samfélaginu og birtist það m.a. í brottfalli úr skólum, iðjuleysi, tölvufíkn, aukningu á örorku, fækkun karla í háskólanámi, vímuefnanotkun, afbrotum og aukinni sjálfsvígstíðni meðal ungra karla.

Fundurinn er öllum opinn.

Kaffi og með því verður á boðstólnum.

Á þriðjudaginn stóð Málefnanefnd Miðflokksins fyrir ráðstefnu um málefni eldri borgara á Hótel Natura.  Ráðstefnan var vel sótt og sköpuðust góðar umræður á meðal framsögumanna og gesta.  Helstu upplýsingar sem fram komu á ráðstefnunni verða birtar á heimasíðu Miðflokksins í næstu viku.

Framsögumenn voru:

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

Wilhelm Wessmann, Grái herinn

Valgerður Sigurðardóttir, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði

Sr. Halldór Gunnarsson, pastor emeritus

Ólafur Ísleifsson, alþingismaður.

Fundarstjóri var Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður.


Að lokum er hér góður pistill sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni eftir Ólaf Ísleifsson, alþingismann.

Mynd frá Miðflokkurinn.