Það styttist í þorrablótið – við hlökkum til að sjá ykkur !

Mynd frá Hólmfríður Þórisdóttir.

Málefnanefnd Miðflokksins

Málefnanefnd flokksins hefur tekið til starfa nú í vetur og stefnir að því að funda um mánaðarmótin. Allar ábendingar flokksmála til málefnanefndar eru vel þegnar.

Málefnanefnd skipa:

Gunnar Már Gunnarsson og Sigrún Gísladóttir Bates, Suðurkjördæmi.
Jón Hjaltalín Magnússon og Linda Jónsdóttir, Reykjavík.
Guðmunda Vala Jónasdóttir og Hólmgeir Karlsson, Norðausturkjördæmi.
María Ósk Óskarsdóttir og Jóhannes Björn Þorleifsson, Norðvesturkjördæmi.
María Grétarsdóttir og Geir Þorsteinsson, Suðvesturkjördæmi.

Fréttir af þingstörfum:

Í síðustu viku funduðu þingmenn í sínum fastanefndum á Alþingi. Alþingi var svo sett á ný mánudaginn 21. janúar eftir þinghlé.

Þingmenn Miðflokksins voru duglegir að venju á fyrstu þingfundum á nýju ári nú í vikunni.

Þessa vikuna tók Elvar Eyvindsson sæti á Alþingi fyrir Birgi Þórarinsson sem situr nú á þingfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg og er væntanlegur aftur til þingstarfa á mánudaginn.

Á mánudaginn var á dagskrá þingsins staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.
Sigmundur Davíð tók þar til máls fyrir hönd Miðflokksins.

Á þriðjudaginn fóru þingmenn Miðflokksins upp í pontu í fundarstjórn forseta þar sem þeir mótmæltu misbeitingu á valdi forseta Alþingis.

Á þriðjudaginn tók Elvar Eyvindsson þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem hann beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra og spurði um stuðning við landbúnað.

Á miðvikudaginn tók Elvar Eyvindsson þátt í störfum þingsins og ræddi þar um stöðu grunnþjónustu í heilsugæslu og sjúkraflutningum í dreifðum byggðum.

Á miðvikudaginn talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir frumvarpi sínu um skipulags- og mannvirkjamál, í kjölfarið gekk frumvarpið til umhverfis- og samgöngunefndar.

Á fimmtudaginn í óundirbúnum fyrirspurnartíma tók Þorsteinn Sæmundsson til máls og beindi fyrirspurn sinni til Félags- og barnamálaráðherra um sölu fullnustuíbúða Íbúðarlánasjóðs.

Categories: FréttabréfFréttir