Fréttabréf Miðflokksins 22. mars, 2019


FLOKKSRÁÐSFUNDUR MIÐFLOKKSINS

Boðað er til vetrarfundar flokksráðs Miðflokksins laugardaginn, 30. mars, 2019 í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ.


Drög að dagskrá fundarins er eftirfarandi:

12:00  Skráning og afhending fundargagna

13:00  Setning fundarins

13:05  Kosning starfsmanna fundarins

13:15  Ræða formanns

14:00  Stjórnmálaályktun kynnt

14:10  Skýrsla stjórnar

14:20  Stofnun Ungliðahreyfingar Miðflokksins; Ungir XM

14:30  Umræður

16:30  Fundarslit


Um kvöldið verður kvöldverðarhóf í Garðaholti sem hefst kl. 19:00. 

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins, fundargjald ásamt matseðli verða sendar í pósti á flokksmenn í byrjun næstu viku.VÖFFLUKAFFI HJÁ MIÐFLOKKSFÉLAGI HAFNARFJARÐAR

Á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 10:00, verður Miðflokksfélag Hafnarfjarðar með vöfflukaffi í Hjallahrauni 9.  Gestur fundarins verður Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og mun hann m.a. fjalla um vexti og verðtryggingu.

Allir velkomnir.STOFNFUNDUR ÁRNESINGADEILDAR MIÐFLOKKSINS

Stofnfundur Árnesingadeildar Miðflokksins var haldinn í gær, fimmtudaginn 21. mars á Hótel Selfossi og var fundurinn afar vel sóttur.  Nú eru fjórar öflugar deildir auk kjördæmafélags starfandi í kjördæminu.

Stjórn Árnesingadeildarinnar skipa:

Guðmundur Kr. Jónsson, formaður

Ari Már Ólafsson

Ásdís Bjarnadóttir

Guðrún Jóhannsdóttir

Baldvin Nielsen

Varamenn:

Arnar Hlynur Ómarsson

Sólveig Guðjónsdóttir

Nýkjörin stjórn Árnesingadeildar
Fundurinn var afar vel sóttur
NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSDEILDAR ÞINGEYINGA

Þann 16. febrúar s.l. var Stofnfundur Miðflokksdeildar Þingeyinga haldinn á Húsavík. 

Stjórn Miðflokksdeildar Þingeyinga skipa:

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, formaður

Sævar Veigar Agnarsson, gjaldkeri

Tryggvi Berg Friðriksson, ritari

Jónas Sævarsson, meðstjórnandi

Kristjana Bergsdóttir, meðstjórnandi

Nýkjörin stjórn Miðflokksdeildar Þingeyinga
FUNDUR FÉLAGSMÁLANEFNDAR EVRÓPURÁÐSÞINGSINS Í PARÍS

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sótti í vikunni fund félagsmálanefndar Evrópuráðsþingsins (PACE) sem haldinn var í París.  Fundurinn var hluti af undirbúningi fyrir vorfund Evrópuráðsþingsins í Strassburg, sem fer fram í apríl n.k.


FRÉTTIR AF ÞINGINU:

Þingfundur mánudaginn 18. mars.

Á mánudaginn var á dagskrá Alþingis skýrsla forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.

Sigmundur Davíð, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason tóku til máls fyrir hönd Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ólafur Ísleifsson

Karl Gauti HjaltasonÞriðjudagurinn 19. mars.

Á þriðjudaginn var óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem Ólafur Ísleifsson spurði dómsmálaráðherra um útgjöld vegna hælisleitenda.Einnig var sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum.

Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku þar til máls fyrir hönd Miðflokksins.

Ólafur Ísleifsson

Þorsteinn SæmundssonFyrsta umræða um frumvarp um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis). Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigurður Páll Jónsson héldu þar öll ræðu um frumvarpið.

Þorsteinn Sæmundsson

Anna Kolbrún Árnadóttir

Sigurður Páll Jónsson
Miðvikudagurinn 20. mars.

Þingfundur byrjaði á störfum þingsins þar sem Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson tóku til máls.

Karl Gauti Hjaltason ræddi þar um stöðu sjúkraflutninga á Suðurlandi.

Birgir Þórarinsson ræddi um vaxtahækkanir bankanna.Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu var einnig á dagskrá. Þorsteinn Sæmundsson, Karl Gauti Hjaltason og Sigurður Páll Jónsson tóku þátt í þeim umræðum.

Þorsteinn Sæmundsson

Karl Gauti Hjaltason

Sigurður Páll JónssonFimmtudagurinn 21. mars.

Þingfundur byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra um framlög í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Sérstök umræða var um loftlagsmál þar sem Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt.

Bergþór Ólason

Karl Gauti HjaltasonFyrsta umræða um frumvarp um ávana- og fíkniefni (neyslurými).  Sigurður Páll Jónsson tók þátt í umræðunum.

Sigurður Páll JónssonFyrsta umræða um frumvarp gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð.  Sigurður Páll Jónsson tók þátt í umræðunum.Fyrta umræða um frumvarp um stjórn fiskveiða (strandveiðar) var einnig á dagskrá þar sem Sigurður Páll Jónsson hélt ræðu.