16. nóvember, 2018

Ný stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur

Ný stjórn hefur tekið við í Miðflokksfélagi Reykjavíkur.

Formaður er Viðar Freyr Guðmundsson og varaformaður er Valgerður Sveinsdóttir.

Auk þeirra skipa stjórnina þau Linda Jónsdóttir, Kristján Hall, Steinunn Anna Baldvinsdóttir, Sólveig Bjarney Daníelsdóttir og Kristín Jóna Grétarsdóttir.

Fræðslufundir Miðflokksfélagsins í Reykjavík
Miðflokksfélagið í Reykjavík mun í vetur standa fyrir röð fræðslufunda. Kappkostað verður að fá sérfróða og skemmtilega gesti til að tala um málefni sem brennur á borgarbúum. Fundirnir verða þriðja hvern laugardag í nýju félagsheimili Miðflokksins að Hafnarstræti 18 á 2. hæð. Gengið er inn frá Lækjartorgi.

Kolefnisbinding í skógi

Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn laugardaginn, 17. nóvember kl. 11.

Gestur fundarins er Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknarsviðs hjá Skógræktinni, Mógilsá. 

Skógar eru eitt stærsta kolefnisforðabúr jarðar. Mikil tækifæri liggja í að binda kolefni með skógrækt. Viðinn úr skógum má líka nýta til alls kyns framleiðslu í stað jarðefnaeldsneytis til að auka jákvæð loftslagsáhrif skóga mikið. Skógar og kjarr þekja nú aðeins um 2% af flatarmáli Íslands og hér er því einstakt tækifæri til að rækta skóg til að binda kolefni. 

Facebook viðburðinn má finna hér.

Allir velkomnir!

Opið hús hjá Miðflokksfélagi Akureyrar og nágrennis

Stjórn Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis verður með opið hús, laugardaginn 24. nóvember, kl. 11 – 13 í Norðurslóðasetrinu, Strandgötu 53, Akureyri.  Heitt verður á könnunni og dægurmálin rædd.  Allir velkomnir.

Fjárlög 2019

Fimmtudaginn 15. nóvember hófst 2. umræða fjárlaga.  Birgir Þórarinsson talaði fyrir nefndaráliti frá 3. minnihluta fjárlaganefndar. Nefndarálitið má lesa hér.  Í næstu viku mun umræðan um fjárlagafrumvarpið halda áfram í þingsal. 

Þingsályktunartillögur

Anna Kolbrún Árnadóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu í vikunni um aðgengi að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins í útlöndum. Þingsályktunartillöguna má lesa hér. 

Óundirbúinn fyrirspurnartími

Þorsteinn beindi fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra og spurði hvaða tillögur hún hefði til þess að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu. 

Anna Kolbrún beindi fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðherra og spurði um kjarabætur til öryrkja. 

Sérstakar umræður

Sigurður Páll Jónsson og Birgir Þórarinsson tóku til máls í sérstökum umræðum um eignarhald á bújörðum.

Greinar eftir þingmenn

Eftirfarandi greinar eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Sigurð Pál Jónsson birtust í Morgunblaðinu 15. nóvember.

Categories: FréttabréfFréttir