Fréttabréf Miðflokksins 17. maí, 2019OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Skrifstofa Miðflokksins að Hafnarstræti 20 er opin frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 17:00 alla virka daga.  Verið velkomin.SKOÐUNARFERÐ UM RÁÐHÚSIÐ MEÐ MIÐFLOKKNUM Í REYKJAVÍK

Vigdís Hauksdóttir og félagar úr Miðflokknum í Reykjavík ætla að hittast í Ráðhúsinu í Reykjavík, laugardaginn 18. maí kl. 10:30.  Gengið verður um húsið, inn í borgarráðssal, borgarstjórnarsal og fleira.  Farið verður yfir borgarmálin og annað það sem liggur á fólki.  Smelltu hér til að sjá viðburðinn á facebook.

Allir velkomnir!VÖFFLUKAFFI MEÐ BIRGI ÞÓRARINSSYNI

Á morgun, laugardaginn 18. maí býður Miðflokksdeild Hafnarfjarðar í vöfflukaffi kl. 10:00-12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.  Gestur fundarins að þessu sinni verður Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.  Smelltu hér til að sjá viðburðinn á facebook.

Allir velkomnir!

Mynd frá Miðflokkurinn í Hafnarfirði.AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR MOSFELLSBÆJAR

Aðalfundur Miðflokksdeildar Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn, 21. maí kl. 20:00 í Bókasafni Mosfellsbæjar, Fiskabúrinu.  

Dagskrá:  Skýrsla stjórnar, ársreikningur lagður fram, kosning stjórnar, önnur mál.

Smelltu hér til að sjá viðburðinn á facebook.
NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSDEILDAR HAFNARFJARÐAR

Ný stjórn Miðflokksdeildar Hafnarfjarðar var kosin á aðalfundi félagsins í vikunni.

Nýja stjórn skipa:  Arnhildur Ásdís Kolbeins, formaður, Elínbjörg Ingólfsdóttir, varaformaður, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Kristinn Jónsson og Gísli Sveinbergsson.  Varamenn eru Sigurður Þ. Ragnarsson, Jón Kristján Brynjarsson og Hilmar Kristensson.  Á myndina vantar Gísla og Hilmar.

Mynd frá Miðflokkurinn í Hafnarfirði.
SIGMUNDUR DAVÍÐ HEIMSÓTTI NORÐURLAND

Laugardaginn, 11. maí var opinn fundur Miðflokksins á Norðurslóðasetrinu á Akureyri.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var gestur fundarins og sköpuðust góðar umræður meðal fundargesta.VEL HEPPNAÐ VÖFFLUKAFFI
Miðflokksdeild Hafnarfjarðar bauð í vöfflukaffi á laugardaginn s.l. í Hafnarfirði.   Upplýsandi og góður fundur þar sem hin ýmsu málefni voru rædd yfir ljúffengum vöfflum og kaffibolla.  Gestir fundarins voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.FRÉTTIR AF ÞINGINU

Mánudagurinn 13. maí.

Þingfundur á mánudaginn byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Birgir Þórarinsson tók þar þátt og spurði forsætisráðherra um afgreiðslu frumvarps um þungunarrof.

Birgir Þórarinsson:

Sérstök umræða var um kjaramál þar sem þau Anna Kolbrún Árnadóttir og Birgir Þórarinsson tóku þátt.

Anna Kolbrún Árnadóttir:


Birgir Þórarinsson:

Á mánudaginn var einnig atkvæðagreiðsla um lög um þungunarrof.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fram dagskrártillögu þar sem atkvæðagreiðslan um þungunarrof yrði tekið af dagskrá. Dagskrártillagan var felld í atkvæðagreiðslu. Mikil umræða átti sér stað um atkvæðagreiðsluna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:Gunnar Bragi Sveinsson flutti í 1. umræðu frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum (sýklalyfjanotkun).

Gunnar Bragi Sveinsson:


Þriðjudagurinn 14. maí.

Þingfundur byrjaði á störfum þingsins. Jón Þór Þorvaldsson og Bergþór Ólason tóku þátt.

Jón Þór Þorvaldsson ræddi um flugmál:


Bergþór Ólason ræddi um veglagningu um Teigsskóg:Einnig var á dagskrá síðari umræða um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Anna Kolbrún Árnadóttir mælti þar fyrir minnihlutaáliti velferðarnefndar:Seinni umræða þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann var á dagskrá þingfundar. Þingfundur stóð til að verða miðnættis.

Hér má sjá umræðuna í heild sinni:Miðvikudagurinn 15. maí:

Þingfundur byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnartíma. 

Jón Þór Þorvaldsson spurði þar fjármála- og efnahagsráðherra um Isavia og skuldir WOW:


Orkupakki 3:

Umræðan um þriðja orkupakkann hélt áfram seinni partinn á miðvikudaginn og stóð þingfundur til kl. 06:18 á fimmtudagsmorguninn, en þá boðaði þingforseti loks að þingfundi væri slitið.  
Hér má sjá fimm þingmenn Miðflokksins á mynd sem tekin er kl. 6:30 á fimmtudagsmorgun, en þá hafði þingfundur staðið yfir alla nóttina.

Okkar menn stóðu sig vel!


Frá vinstri:  Karl Gauti Hjaltason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinnsson, Bergþór Ólason og Jón Þór Þorvaldsson.


Hér má sjá umræðuna um Orkupakka 3 í heild sinni, fyrir og eftir þinghlé:
GREINAR OG PISTLAR:

Laugardaginn 11. maí birtist pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson í Morgunblaðinu.Eftirfarandi grein birtist eftir Karl Gauta Hjaltason í Morgunblaðinu þann 14. maí.