Fréttabréf Miðflokksins 15. mars, 2019FLOKKSRÁÐSFUNDUR MIÐFLOKKSINS 30. MARS, 2019

Vetrarfundur Flokksráðs Miðflokksins verður haldinn laugardaginn 30. mars, n.k. í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ.  

Flokksráðsfulltrúar með tillögu og atkvæðisrétt eru eftirtaldir:  

  • Stjórn Miðflokksins.
  • Stjórnir kjördæmafélaga og formenn deilda.
  • Þingmenn Miðflokksins.
  • Efstu fimm frambjóðendur á listum flokksins til síðustu alþingiskosninga.
  • Kjörnir sveitarstjórnarmenn Miðflokksins.
  • Efstu tveir frambjóðendur á listum flokksins til síðustu sveitarstjórnakosninga.
  • Formenn landssambanda.
  • Tíu félagsmenn tilnefndir af stjórn.
  • Þrír félagsmenn tilnefndir af stjórn hvers kjördæmafélags.
  • Formenn fastanefnda.

Flokksráð Miðflokksins fer með æðsta vald í málefnum Miðflokksins milli landsþinga og fundar tvisvar á ári.  Nánari upplýsingar um hlutverk flokksráðs má finna í lögum Miðflokksins.

Um kvöldið verður haldið kvöldverðarhóf að hætti Miðflokksins.

Nánari tímasetning og dagskrá verður auglýst fljótlega.


NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSFÉLAGS SUÐURKJÖRDÆMIS

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fór fram í Grindavík um síðustu helgi.  Þingmenn og bæjarfulltrúar Suðurkjördæmis fóru yfir störf sín og stjórnmálaviðhorfið.  

Ný stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis var kosin, en hana skipa:

Einar G. Harðarson, formaður
Sigrún Gísladóttir Bates
Óskar H. Þórmundsson
Sverrir Ómar Victorsson
G. Svana Sigurjónsdóttir
Didda Hólmgrímsdóttir
Tómas Ellert Tómasson

Varamenn:

Egill Sigurðsson
Guðmundur Ómar Helgason
Baldvin Örn Arnarson

Mynd frá Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi.
Ný stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Frá vinstri:  Sigrún Gísladóttir Bates, Tómas Ellert Tómasson, Didda Hólmgrímsdóttir, Óskar Herbert Þórmundsson, Einar G. Harðarson og G. Svana Sigurjónsdóttir.
Mynd frá Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi.
Þingmenn og bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Didda Hólmgrímsdóttir, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason og Tómas Ellert Tómasson.
Á myndina vantar Margréti ÞórarinsdótturÁHUGAVERÐUR OPINN FUNDUR VAR Í NORRÆNA HÚSINU Í VIKUNNI

Á þriðjudaginn stóð stjórn Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík fyrir opnum fundi í Norræna Húsinu sem bar yfirskriftina:  Dýralyf – Fákeppni og fjarlægðir – ófullnægjandi vinnubrögð við frumvarp til lyfjalaga!

Fjallað var um frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga, en yfir 100 umsagnir hafa borist velferðarnefnd um málið.

Frummælendur voru:

Einar Magnússon, fyrrverandi lyfjamálastjóri ívelferðarráðuneytinu

Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd

Smelltu á nöfn frummælendanna til að lesa erindin sem þau fluttu á fundinum.

Fundarstjóri var Una María Óskarsdóttir

Frummælendur fundarins:  Einar Magnússon, Erna Bjarnadóttir, Charlotta Oddsdóttir og Anna Kolbrún ÁrnadóttirHEIMSÞING UN WOMEN Í NEW YORK – CSW63

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður, var fulltrúi á Heimsþingi UN WOMEN CSW63 í New York í vikunni.  Þetta er 63. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega í New York.  Fundurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum en helstu umfjöllunarefni hans í ár eru félagsleg vernd fyrir konur, aðgengi að almenningsþjónustu og uppbygging innviða sem tekur mið af þörfum kvenna sem gerir þeim kleift að njóta öryggis og lífsgæða.

Þorsteinn Sæmundsson í New YorkVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


KONUHITTINGUR Í HAFNARSTRÆTINU:  Föstudaginn 15. mars kl. 18:00

Í kvöld ætla hressar Miðflokkskonur að hittast í húsnæði flokksins í Hafnarstræti 20 og eiga skemmtilega kvöldstund saman. 

Smelltu hér til að skoða viðburðinn fyrir konuhittinginn.KAFFISPJALL Í HAFNARFIRÐI:  Laugardaginn 16. mars kl. 10:00

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn í Hafnarfirði.


OPINN FUNDUR Í MOSFELLSBÆ:  Laugardaginn 16. mars kl. 13:00

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn í Mosfellsbæ.#METOO OG STJÓRNMÁLIN:  Mánudaginn 18. mars kl. 8:30

Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafa tekið höndum saman í annað sinn og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn, 18. mars.  Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:00.

Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan morgunverð.  Þorsteinn Sæmundsson verður fulltrúi Miðflokksins í pallborðsumræðum á fundinum.

Smelltu hér til að skrá þig á #METOO viðburðinn


Á fimmtudaginn birtist pistill eftir Karl Gauta Hjaltason í Morgunblaðinu.  Smellið hér til að lesa pistilinn.

Mynd frá Miðflokkurinn.