Fréttabréf Miðflokksins í Kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika og eru þingmennirnir okkar búnir að vera á ferð og flugi um land allt að hitta fólk og ræða það sem skiptir máli.

Á þriðjudaginn var opinn fundur í Rúgbrauðsgerðinni þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir stöðuna í stjórnmálum.   Fullt var út úr dyrum og mættu um 140 manns!

Allir okkar fundir og viðburðir sem haldnir hafa verið í vikunni hafa verið afar vel sóttir og viljum við nota tækifærið og þakka öllum sem sáu sér fært um að mæta á hina ýmsu viðburði, kærlega fyrir komuna og samveruna.


Smellið hér til að sjá fleiri myndir úr kjördæmavikunni

En kjördæmavikan er ekki alveg búin og eru eftirfarandi viðburðir Miðflokksins á döfinni nú um helgina:

OPIÐ HÚS Á AKUREYRI

Það verður sannkölluð þorrastemning í fyrramálið kl. 10:00 á opnu húsi hjá Miðflokksfélagi Akureyrar.  Gestir fundarins verða þingmennirnir okkar þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.NÝ MIÐFLOKKSDEILD – MIÐFLOKKSFÉLAG ÞINGEYINGA

Á morgun, laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00 verður stofnfundur Miðflokksdeildar Þingeyinga í Framsýnarsalnum á Húsavík.  

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður gestur fundarins.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.  Allir velkomnir!SIGMUNDUR DAVÍÐ Á AUSTURLANDI Á SUNNUDAGINN

Á sunnudaginn, 17. febrúar verður Sigmundur Davíð með fund á Egilsstöðum kl. 13:00 í Ökuskóla Austurlands að Miðási 1.

Allir velkomnir!
NÝR SKRIFSTOFUSTJÓRI MIÐFLOKKSINS

Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Miðflokksins og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Ný skrifstofa Miðflokksins er í Hafnarstræti 20, 2. hæð og er fyrirhugað að hafa formlega opnun laugardaginn, 2. mars, en nánari tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.

Frá og með 4. mars verður skrifstofan opin kl. 9-12 og 13-17.

Sími skrifstofunnar er 555-4007.KAFFISPJALL MEÐ GUNNARI BRAGA SVEINSSYNI 23. FEBRÚAR

Laugardaginn, 23. febrúar mun Miðflokksfélag Hafnarfjarðar bjóða upp á kaffispjall kl. 12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.  Gestur fundarins verður þingmaðurinn okkar, Gunnar Bragi Sveinsson og mun hann flytja stutt erindi. 
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.  Allir velkomnir.